Nautaskrá

Frétt

Nýr dýralæknir kominn til starfa á Nautastöðinni

Nýr dýralæknir, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, er nú kominn til starfa á Nautastöðinni á Hesti og tekur við af Þorsteini Ólafssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Harpa Ósk útskrifaðist með meistaragráðu frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn nú í byrjun febrúar s.l. og fjallaði meistaverkefni hennar um burðarerfiðleika, kálfadauða og heilsufarsvandamál hjá íslenskum kúm í kringum burð. Harpa Ósk er fædd og uppalinn á Herjólfsstöðum í Álftaveri en býr nú í Borgarfirði.

Mjög mikilvægt er að hafa dýralækni að störfum á Nautastöðinni en verksviðið er fjölbreytt og lítur að sóttvörnum, sæðisgæðum, eftirliti með árangri og aðstoð við frjótækna svo lítið eitt sé tiltekið.

Við bjóðum Hörpu Ósk hjartanlega velkomna til starfa og væntum mikils af samstarfi við hana.