Nautaskrá

Frétt

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar hér á vefinn. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011, Kópur 16049 frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði undan Keip 07054 og Solvei 650 Aðalsdóttur 02039, Fláki 16051 frá Espihóli í Eyjafirði undan Þyt 09078 og 891 Koladóttur 06003, Mosi 16054 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bolta 09021 og Áru 477 Áradóttur 04043, Herkir 16069 frá Espihóli í Eyjafirði undan Gusti 09003 og 909 Baldadóttur 06010 og Gáski 16074 frá Berustöðum í Ásahreppi undan Gusti 09003 og Lykkju 703 Koladóttur 06003.

Úr þessum nautum er nú þegar til SpermVital-sæði úr Fóstra 16040, Spak 16042 og Bogga 16043. Vonir standa til að SpermVital munu einnig verða til úr hinum fimm eftir næstu SpermVital-frystingu sem fyrirhuguð er á næstunni.

Fláki 16051 er fyrsti sonur Þyts 09078 sem kemur til dreifingar.

Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru komin úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl hér á vefnum eins og venja er.

/gj