Nautaskrá

Frétt

Ný og uppfærð nautaskrá

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á vefnum hefur nú verið uppfærð með þó nokkuð breyttu sniði. Aðalhönnuður skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, en um forritun sá Birgir Erlendsson. Meðal nýjunga má nefna: 

  • Hægt er að leita að nautum eftir númeri, nafni og fæðingarbúi
  • Hægt er að raða nautum í stafrófs- og eða númeraröð, eftir fæðingarbúi, föður móður eða kynbótamati, allt eftir því hvað við á
  • Birt eru fimm efstu naut fyrir hvern eiginleika, þ.e. af þeim reyndu nautum sem í notkun eru hverju sinni.