Nautaskrá

Frétt

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum, holdanaut í dreifingu, naut með hæsta kynbótamat fyrir einstaka eiginleika, upprifjun á besta nauti árgangs, afdrif nauta fæddra 2015 og lista yfir naut í númera- og stafrófsröð. Þá er einnig í skránni grein eftir Jón Hjalta Eiríksson þar sem hann gerir grein fyrir þeim breytingum sem fyrir dyrum standa á útreikningum kynbótamats en til stendur að nota dagsnyt í stað mjaltaskeiðsafurða.

Við vonum að kúabændur og áhugamenn um nautgriparækt hafi bæði gagn og gaman af skránni sem einnig er birt á pdf-skjal og rafbók hér á nautaskra.net.

/gj