Nautaskrá

Frétt

Ný nautaskrá að koma til dreifingar

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og verður dreift með hefðbundnum hætti á næstu dögum. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ný eru í skrá. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má.

Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.