Nautaskrá

Frétt

Nú er hægt að skoða síðustu sæðisáfyllingu í Huppu

Nú er uppfletting á síðustu sæðisáfyllingu hjá frjótæknum komin í Huppu. Margir bændur hafa óskað eftir því að geta fylgst betur með því hvaða sæði er í kútunum hjá frjótæknum og er þetta viðleitni í þá átt að gera mönnum það mögulegt. Hægt er að skoða síðustu sæðisáfyllingu undir „Skýrslur“ í valröndinni vinstra megin og velja svo „Sæðisáfylling hjá frjótæknum“. Þá kemur upp listi með síðustu áfyllingu hjá öllum frjótæknum. Þennan lista er hægt að sía með því að velja sinn frjótækni í reitnum „Frjótæknir“ og smella svo á „Leita“. Þá kemur upp úr hvaða nautum viðkomandi frjótæknir fékk í kút sinn við síðustu áfyllingu.

Það er okkar von að þetta komi til móts við þær óskir manna að geta fylgst betur með hvaða naut eru í dreifingu hverju sinni.

/gj