Nautastöðin keypti á árinu 2020 samtals 56 kálfa af bændum samanborið við 55 á síðasta ári. Dreifing þeirra er misjöfn yfir landið og endurspeglar að þessu sinni ekki kúafjölda á hverju svæði. Ávallt er nokkur breytileiki í því hvaða keyptir eru kálfar á hverju ári. Af Vesturlandi komu 10 kálfar, enginn kálfur af Vestfjörðum þetta árið, af Norðurlandi-vestra komu 5 kálfar, Norðurlandi-eystra 22 kálfar, Austurlandi 4 kálfar og af Suðurlandi komu 15 kálfar.
Þessir 56 kálfar koma frá 45 búum og þar af voru keyptir þrír kálfar af fjórum búum. Þau eru:
Brúnastaðir i Flóa
Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum
Glitstaðir í Norðurárdal
Espihóll í Eyjafirði
Frá þremur búum koma tveir kálfar. Þau eru:
Egilsstaðir á Völlum
Hallland á Svalbarðsströnd
Skálpastaðir í Lundarreykjadal
Meðfylgjandi mynd er af Hvannari frá Hvannabrekku i Berufirði, yngsta gripnum á Nautastöðinni í dag. Faðir er Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafjarðarsveit og móðir er Pála 385 undan Jörfa 13011 frá Jörfa.