Nautaskrá

Frétt

Nautastöðin hefur keypt 68 kálfa fædda árið 2017

Þegar þetta er skrifað hefur Nautastöð BÍ keypt 68 kálfa fædda árið 2017 eða 24% þeirra kálfa sem tilkynnt hefur verið um. Alls hafa borist tilkynningar um 289 kálfa fædda 2017. Þessar tölur gætu breyst lítillega en enn á eftir að taka afstöðu til eða skoða þrjá þessara 289 kálfa. Sambærilegar tölur fyrir kálfa fædda 2016 eru 209 tilkynntir og 64 keyptir eða 31%. Það var því tilkynnt um 80 fleiri kálfa fædda 2017 en 2016 og freistandi er að túlka þetta sem aukinn áhuga á ræktunarstarfinu. Hvað sem því líður hlýtur sterkara úrval að leiða til betri kynbótagripa.

Þeir kálfar sem hafa verið keyptir koma frá:

Vesturlandi: 10
Húnaþingi: 3
Skagafirði: 2
Eyjafirði: 18
Þing.: 6
Austurlandi: 1
Suðurlandi: 28

Myndin er af aldursforseta nautkálfa fæddra 2017, Balta frá Eyði-Sandvík í Flóa sem er fæddur 2. jan. 2017 undan Þyt 09078 og móðurfaðir er Toppur 07046.

/gj