Nautaskrá

Frétt

Nautaskrá veturinn 2016-17 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017 er komin út og fer í dreifingu til kúabænda í vikunni. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu sem eru 16 talsins. Auk þess er að finna fræðsluefni í skránni er varðar ýmislegt er að nautgriparækt lýtur. Að venju er skrána einnig að finna hér á nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.

Þeir kúabændur sem ekki fá skrána í hendurnar á næstu dögum geta haft samband við frjótækna, búnaðarsamböndin, skrifstofur RML eða Nautastöð BÍ og óskað eftir eintaki.

/gj