Nautaskrá

Frétt

Nautaskrá sumarið 2012

Nautaskrá sumarið 2012 var gefin út núna í byrjun júlí og ætti nú að hafa borist öllum kúabændum. Þetta er önnur nautaskrá ársins 2012 og að þessu sinni er að finna fimm ný naut úr 2006 árgangi í skránni. Þetta eru þeir Baldi 06010, Logi 06019, Kambur 06022, Dynjandi 06024 og Hjarði 06029. Auk þessara nauta er að finna 16 önnur naut í skránni sem allir hafa verið í notkun áður.