Nautaskrá

Frétt

Nám fyrir verðandi frjótækna

NBÍ ehf. stendur fyrir námskeiði fyrir verðandi frjótækna í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og LbhÍ.
Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda og nemendur á vegum búnaðarsambanda njóta forgangs.
Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er á tilraunastöðinni að Stóra-Ármóti og hinsvegar verklega þjálfun sem NBÍ sér um. Forsenda verklegrar þjálfunar er að hafa hlotið starf sem frjótæknir.

Kennarar: Harpa Ósk Jóhannesdóttir dýralæknir NBÍ, Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML, Gunnar Guðmundsson fóðurfræðingur, Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður NBÍ, Unnsteinn S. Snorrason framkvæmdastjóri LS, Magnús B. Jónsson kynbótafræðingur, Hermann Árnason frjótæknir og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.

Tími: 25. til 29 mars, kl. 9:00-17:00 á Stóra Ármóti í Flóahreppi.

Verð: 90.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, gögn, kennsluaðstaða og hádegismatur, gisting er ekki innifalin í verði. (Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu).

Skráning og frekari upplýsingar hjá NBÍ ehf í gegnum netfangið bull@emax.is og í síma 437-0020

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands og styrkir allt að 33.000 kr. á hverju skólaári (www.bondi.is)