Nautaskrá

Frétt

Leiðrétt faðerni Orms 17003

Við yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins hefur komið í ljós að Ormur 17003 frá Egilsstöðum á Völlum er undan Þyt 09078 en ekki Keip 07054. Móðir Orms var sædd með Þyt 09078 þremur vikum áður en hún var endursædd með Keip 07054. Það ótrúlega er að hún hefur haldið við þeirri sæðingu og gengið með þremur vikum lengur en eðlilegt þykir að öllu jöfnu. Svona getur náttúran stundum snúið á okkur mannfólkið.

/gj