Nautaskrá

Frétt

Jónki 16036 er undan Góa 08037

Komið hefur í ljós við yfirferð á niðurstöðum arfgerðargreininga að Jónki 16036 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal er ekki undan Blóma 08017 eins og talið var heldur Góa 08037. Þarna hefur annað hvort átt sér stað misskráning á sæðingu eða frjótæknir hefur gripið rangt strá. Þetta færir okkur enn og aftur heim sanninn um gagnsemi og nauðsyn arfgerðargreininga sem og vandvirkni á öllum stigum kynbótastarfsins.

Þar með hefur ætterni fimm sæðinganauta verið leiðrétt í kjölfar arfgerðargreininga í tengslum við verkefnið um erfðamengisúrval sem þó getur ekki talist stór hluti þeirra nauta sem í notkun hafa verið. Hitt er svo annað að telja má hverja villu einni of mikið í þessu sambandi.

/gj