Nautaskrá

Frétt

Holdakálfur í fyrsta sinn á Nautastöðinni

Í síðustu viku voru sóttir nautkálfar til bænda, kynbótanaut framtíðarinnar, og í fyrsta skipti var tekinn holdakálfur á Nautastöðina á Hesti. Hér er um að ræða Skugga-Svein frá StóraÁrmóti í Flóa en hann er tilkominn með flutningi fósturvísa. Faðirinn er Draumur 18402-ET og móðir hans er Birna 1662742-0007-ET en hún er undan Li’s Great Tigre NO74039 sem við köllum oftast Stóra-Tígur. Tilgangurinn með kaupum á stöðina er sá að breikka val þeirra holdanauta sem standa til boða til kynbóta í holdanautastofninum eða þá blendingsræktar móti íslenskum gripum.