Nautaskrá

Frétt

Heimsóknum á nautaskra.net hefur fjölgað um 64%

Heimsóknatíðni á nautaskra.net hefur okkur til mikillar ánægju aukist til muna á þessu ári samanborið við árið 2011. Það sem af er ári hefur heimsóknum á síðuna fjölgað um 64% miðað við sama tímabil í fyrra. Á þessu ári hafa 1.654 aðilar heimsótt nautaskrána í 6.430 heimsóknum og hefur gestum fjölgað um rúm 70% frá sama tíma og í fyrra. Síðuflettingum hefur einnig fjölgað verulega og þannig eru þær 51.457 það sem af er ári eða 65% fleiri en í fyrra. Þá hefur lengd heimsókna á síðuna einnig aukist og er meðallengd heimsókna núna 5:31 mínútur eða tæpum 13% lengri en í fyrra. Það er því greinilegt að kúabændur kunna vel að meta að hafa aðgengi að nautaskránni á netinu og æ fleiri gefa sér betri tíma en áður til þess að skoða og velta nautunum fyrir sér. Auk þessa má nefna að farsíma- og spjaldtölvuvefurinn hefur fengið góðar viðtökur en hann hefur fengið 249 heimsóknir frá því hann var opnaður þann 16. apríl s.l. Það er prýðileg notkun fyrir svo sérhæfðan vef.