Nautaskrá

Frétt

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að ræða síðustu syni þeirra Lúðurs 10067, Dropa 10077 og Gýmis 11007 auk fyrstu sona Bakkusar 12001 og Jörfa 13011. Þá er að finna í hópnum einu syni þeirra Stólpa 11011 og Skells 11054 sem koma munu til dreifingar.

Hópurinn saman stendur af Vála 19001 frá Páfastöðum í Skagafirði undan Dropa 10077 og 712 Vindilsdóttur 05028, Seifi 19003 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi undan Lúðri 10067 og Neglu 1981 Bambadóttur 08049, Smyrli 19005 frá Klauf í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Sóldögg 928 Koladóttur 06003, Bessa 19007 frá Brúnastöðum í Flóa undan Dropa 10077 og Auðsæld 1034 Bambadóttur 08049, Mel 19008 frá Mel á Mýrum vestra (Borgarbyggð) undan Gými 11007 og Ástu Sigríði 894 Bambadóttur 08049, Nafna 19009 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Stólpa 11011 og Klauf 862 Kranadóttur 13067, Riddara 19011 frá Austvaðsholti í Landsveit undan Skelli 11054 og 646 Bambadóttur 08049, Kvisti 19014 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum undan Bakkusi 12001 og Týra 608 Klettsdóttur 08030, Kosti 19015 frá Hurðarbaki í Flóa undan Bakkusi 12001 og Búkollu 781 Koladótur 06003, Bjarma 19016 frá Kúskerpi í Skagafirði undan Bakkusi 12001 og Funalind 876 Bambadóttur 08049, Kveik 19017 frá Stóru-Ökrum 2 í Blönduhlíð undan Jörfa 13011 og Bjarney 304 Boltadóttur 09021, Saxa 19020 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bakkusi 12001 og Risaeðlu 560 Baldadóttur 06010, Ask 19021 frá Skeiðháholti 3 á Skeiðum undan Bakkusi 12001 og Emblu 572 Baldadóttur 06010 og Pilti 19022 frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá undan Bakkusi 12001 og Stelpu 535 Bambadóttur 08049.

Því miður mun Spermvital-sæði ekki standa til boða úr þessum nautum en vegna Covid-19 faraldursins hafa sérfræðingar Spermvital í Noregi ekki teyst sér til að koma til landsins til blöndunar á slíku sæði. Eins og áður sagði munu þessi naut taka við af 2018 nautunum á næstu vikum í kútum frjótækna en þó er dreifing hafin á Vála 19001 og Seifi 19003 á einstaka svæðum. Sem fyrr er mikið atriði að huga vel að skyldleika og nota þessi naut og önnur ekki á mjög skylda gripi.

/gj