Nautaskrá

Frétt

Fyrstu ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú eru fyrstu ungnautin fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Dyn 16002 frá Hvanneyri í Andakíl undan Dynjanda 06024 og Jörð 1557 Úranusdóttur 10081, Kaktus 16003 frá Engihlíð í Vopnafirði undan Bamba 08049 og Sóley 619 Þytsdóttur 09078, Kiljan 16005 frá Stúfholti 2 í Holtum undan Flekk 08029 og Nóbel 253 Lagardóttur 07047, Knött 16006 frá Búvöllum í Aðaldal undan Bolta 09021 og Lænu 659 Bambadóttur 08049, Álm 16007 frá Svertingsstöðum í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Bikar 16008 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum undan Bamba 08049 og Bollu 831 Vindilsdóttur 05028 og Varma 16009 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Bamba 08049 og Framför 664 Ófeigsdóttur 02016.

Þessi naut koma til dreifingar við næstu áfyllingar í kúta frjótækna en þó eru Dynur 16002 og Álmur 16007 komnir í dreifingu á Suðurlandi. Að venju verða gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum og finna má hér á nautaskra.net og fara þau í dreifingu til bænda á allra næstu dögum.

/gj