Nautaskrá

Frétt

Fyrstu naut úr 2018 árgangi í dreifingu

Nú eru fyrstu naut úr 2018 árgangi nauta að koma til dreifingar og í þessu fyrsta holli eru synir Úranusar 10081 áberandi. Þau 9 naut sem koma til dreifingar á næstu vikum eru; Humall 18001 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og Randaflugu 1035, sonardóttur Kastala 07020, Sonur 18002 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Úranusi 10081 og Systu 500 Baldadóttur 06010, Bófi 18003 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og 1852 Kambsdóttur 06022, Græðir 18004 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 968 Húnadóttur 07041, Sjóli 18006 frá Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit undan Lúðri 10067 og Flekku 301 Úlladóttur 10089, Breki 18008 frá Kotlaugum í Hrunamannahr. undan Dropa 10077 og Millu 578 Dynjandadóttur 06024, Mjöður 18009 frá Smjördölum í Flóa undan Úranusi 10081 og Rene 539 Boltadóttur 09021, Grettir 18011 frá Steinsholti í Eystrihrepp undan Úranusi 10081 og Slaufu 703 Úlladóttur 10089 og Heikir 18014 frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal undan Lúðri 10067 og Slummu 1263 Kambsdóttur 06022.

Þessi naut eru ekki komin í dreifingu en við næstu sæðisútsendingar og áfyllingar hjá frjótæknum eru þau væntanleg í kútana. Að venju er að finna pdf-skjöl hér á vefnum til útprentunar kjósi menn svo.

/gj