Nautaskrá

Frétt

Fyrstu naut úr 2015 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar um fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta hér á vefinn. Þetta er þeir Smjörvi 15001 frá Smjördölum í Flóa undan Legi 07047 og Byggu 518 Baldadóttur 06010, Freri 15003 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Laufási 08003 og 753 Síríusardóttur 02032, Kætir 15004 frá Núpstúni í Hrunamannahr. undan Toppi 07046 og Skræpu 294 Síríusardóttur 02032, Hleri 15006 frá Hurðarbaki í Flóa undan Húna 07041 og Sóley 607 Dynjandadóttur 06024, Krónos 15008 frá Hvanneyri í Andakíl undan Húna 07041 og Artemis 1274 Kambsdóttur 06022, Greifi 15009 frá Seljavöllum í Hornafirði undan Laufási 08003 og Lukku 600 Ófeigsdóttur 02016, Bjarki 15011 frá Akri í Eyjafirði undan Laufási 08003 og Furu 505 Ássdóttur 02048 og Risi 15014 frá Syðri-Bægísá í Öxnadal undan Laufási 08003 og Móu 414 Hjarðadóttur 06029.

Dreifng úr þessum nautum er hafin á einstaka svæðum en á öðrum svæðum bíða þeir næstu áfyllingar hjá frjótæknum. Að venju eru gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum og eru þau farin til dreifingar og ættu að berast bændum á allra næstu dögum. Einnig eru þessi spjöld birt hér á vefnum sem pdf-skjöl til skoðunar og útprentunar ef menn kjósa svo.

/gj