Nautaskrá

Frétt

Fyrstu naut úr 2009 árgangi til notkunar sem reynd naut

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja tvö ný naut í notkun sem reynd naut úr 2009 árgangi. Þetta eru þeir Kraki 09002 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Þolli 99008, móðurfaðir Soldán 95010, og Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Spotta 01028, móðurfaðir Snotri 01027. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til notkunar sem reynd naut úr þessum nautaárgangi.

Ákveðið var að gera ekki aðrar breytingar á dreifingu reyndra nauta en þau hafa í meginatriðum staðið við fyrri dóm og ekki orðið það miklar breytingar á mati þeirra að ástæða sé til að taka eitthvert þeirra úr notkun. Úr 2008 árgangnum eru öll þau naut sem áhugaverð eru til framhaldsnotkunar nú þegar komin í notkun. Ekkert þeirra nauta sem ekki voru kominn með nægan dætrafjölda við keyrslu kynbótamats í júní s.l. slær þeim nautum sem þegar voru komin í notkun við. Má segja að afkvæmadómi árgangsins sé lokið.

Töluvert er farið að ganga á sæðisbirgðir úr ákveðnum nautum en þau verða í notkun svo lengi sem sæði er til úr þeim. Þetta á við um Hjarða 06029, Sand 07014, Húna 07041, Lög 07047, Laufás 08003 og Klett 08030.