Nautaskrá

Frétt

Fyrsti kálfur úr glasafrjóvgunar-fósturvísaverkefni Geno fæddur

Í sumar fæddist fyrsti glasafrjóvgunarkálfurinn úr fósturvísaverkefni Geno-kynbótastöðvarinnar í Noregi. Þetta er rauðskjöldótt kvíga undan 80046 Amalíu og nautinu 12021 Lone en hún fæddist á bænum Rye í Suður-Þrændalögum. Þar reka þeir Jomar Lindgård og Per Gunnar Klefstad samvinnufjós.

Í Noregi hefur hingað til einungis verið notast við fósturvísaskolarnir (MOET) þar sem kýrnar eru meðhöndlaðar með frjósemislyfi til að framkalla fjöldaegglos, þær sæddar og fósturvísunum svo skolað út úr leginu. Þessum fósturvísum hefur svo verið komið fyrir í öðrum kúm. Nú var hins vegar eggfruma frjóvguð á tilraunastofu (með svokallaðri IVP-aðferð) og því fagnaðarefni að fyrsti kálfurinn úr þessu verkefni sé fæddur. IVP-aðferðin felur í sér að sótt eru egg í eggjastokka kvígna og þeir frjóvgaðir á tilraunstofu. Nú er svo komið að IVP-aðferðin er að taka yfir við framleiðslu fósturvísa á heimsvísu og MOET-aðferðin (fósturvísaskolun) að víkja. Kostir við IVP-aðferðina er að það er hægt að stytta ættliðabilið, og þar með flýta erfðaframförum, með því að sækja egg úr kvígum sem ekki eru orðnar kynþroska. Áður þurfti að bíða þar til kvígurnar væru farnar að sýna beiðsli til að sæða þær og skola úr þeim fósturvísa. Hægt er að sækja egg til frjóvgunar í kvígur með 7 daga millibili og það þarf minni hormónameðhöndlun með IVP-aðferðinni en MOET. Eins er hægt að sækja mörg egg úr hverri kvígu og frjóvga með ólíkum nautum, ólíkt því að nú þarf að bíða 5 vikur milli fósturvísaskolana þar til hægt er að skipta um naut sem feðra fósturvísanna. Gallinn hins vegar við IVP-aðferðina miðað við fósturvísaskolun er að það fást færri egg við hverja meðhöndlun. Við fjöldaegglos og fósturvísaskolun fást að meðaltal 6,2 nothæfir fósturvísar, en bara 1,3 með IVP-aðferðinni.

Þýtt og endursagt af geno.no / Mynd: Rye Samdrift DA/Geno

jþr/gj