Nautaskrá

Frétt

Fyrsti Angus-kálfurinn af innlendum fósturvísum fæddur

Þann 2.nóvember s.l. fæddist fyrsti Angus-kálfurinn tilkominn með fósturvísaskolun hér innanlands. Í janúar s.l. voru Angus-kvígur frá NautÍs, fæddar 2018, skolaðar á Stóra Ármóti og náðust 46 fósturvísar. Á Stóra-Ármóti voru síðan settir upp 7 fósturvísar og náðu tvær kýr að festa fang. Nú er önnur þeirra borin.

Fyrirhugað er að flytja kálfinn á nautastöðina á Hesti til sæðistöku. Kálfurinn, sem hlotið hefur nafnið Skugga-Sveinn, er undan Draumi ET 18402 sem er undan First Boyd fra Li NO 74033 og Birnu ET 1662742 sem er undan Li’s Great Tigre. Birna er langvaxin og var með mesta vaxtarhraðann af kvígunum en Draumur var með mesta vöxtinn af nautunum sem fædd voru 2018. Skugga-Sveinn er því efnisgripur að ætt og uppruna og verður spennandi að fylgjast með vaxti hans og framgangi.