Nautaskrá

Frétt

Fyrstu Angus-kálfarnir fæddir

Að morgni 30. ágúst s.l. fæddist fyrsti kálfurinn tilkominn með innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti. Um var að ræða nautkálf sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Li’s Great Tigre 74039. Frá þessu er greint á vef Búnaðarsambands Suðurlands, bssl.is. Þann 3. sept. fæddist svo annar nautkálfur og er um að ræða albróðir þess fyrsta. Á næstu dögum munu 9 aðrar kýr bera hreinræktuðum Angus-kálfum.

Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til eru nú í september og er búið að safna 38 kúm til að setja þá í.

/bssl.is