Nautaskrá

Frétt

Flutningur nautkálfa frestast vegna verkfalls

Fyrirhugað var að sækja nautkálfa til bænda í þessari viku en vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun getur ekki orðið af því. Í 10. grein reglugerðar nr. 114/2009 um búfjársæðingar og flutning fósturvísa segir að: „Nautkálfar sem ráðgert er að flytja inn á sæðingarstöð skulu vera a.m.k. 30 daga gamlir þegar þeir eru fluttir í sérstaka ungkálfaeinangrun að fengnu samþykki yfirdýralæknis á flutningunum.“

Nautastöðinni er því óheimilt að flytja nautkálfa á stöðina án þess að fyrir liggi samþykki Matvælastofnunar fyrir flutningnum og við verðum því að bíta í það súra epli að bíða með alla flutninga meðan að á verkfalli stendur.