Nautaskrá

Frétt

Fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati nú í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027. Búið er að uppfæra upplýsingar um reynd naut í notkun hér á nautaskra.net. Þá hefur nýtt kynbótamat verið lesið inn í nautgriparæktarkerfið Huppu.

Úr notkun sem reynd naut falla Keipur 07054, Blámi 07058, Þáttur 08021, Gustur 09003 og Bolti 09021 ýmist vegna þess að þeir eru fullnotaðir eða sæði úr þeim uppurið á Nautastöðinni.

Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða Strákur 10011, Lúður 10067, Dropi 10077, Úranus 10081, Úlli 10089 og Gýmir 11007.

Þau naut sem koma ný til notkunar fara til dreifingar hjá frjótæknum landsins við næstu sæðisáfyllingu á kútana og ættu að standa öllum bændum til boða um eða upp úr miðjum júní að öllu óbreyttu.

Upplýsingar um þessi naut verða send bændum innan tíðar eða jafnskjótt og prentun lýkur.

/gj