Nautaskrá

Frétt

Emmi ET 20401 kemur ekki til notkunar

Nú er orðið ljóst að Angus-nautið Emmi ET 20401 mun ekki koma til notkunar en hann hefur ekki gefið nothæft sæði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta árið munu því aðeins bætast í hóp Angus-nauta þau tvö naut sem dreifing er hafin úr, það eru þeir Erpur ET 20402 og Eðall ET 20403. Sæði úr þeim er víða komið í dreifingu eða mun berast við næstu áfyllingar í kúta frjótækna.