Nautaskrá

Frétt

Dýralæknir óskast til starfa

Nautastöð Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða dýralækni til starfa. Mögulegt er að um hlutastarf verði að ræða.

Starfið felst m.a. í eftirfarandi þáttum:

  1. Gæðaeftirliti á stöðinni.
  2. Rannsóknum og skimun á sæði.
  3. Alhliða frjósemisleiðbeiningum fyrir frjótækna og bændur.
  4. Námskeiðum fyrir nýja frjótækna.
  5. Umsjón með heilbrigði og velferð dýra á stöðinni.
  6. Öðrum verkefnum sem honum eru falin.

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

  • Sérmenntun í frjósemi jórturdýra.
  • Reynslu í kúasæðingum.
  • Reynslu af starfi við sæðingastöð.
  • Reynslu af frjósemisleiðbeiningum til bænda.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsóknum, ásamt fylgiskjölum, skal skila til Sveinbjörns Eyjólfssonar á Nautastöð BÍ fyrir 15. apríl n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sveinbjörn Eyjólfsson í gegnum netfangið bull@emax.is.