Nautaskrá

Frétt

Dreifing SpermVital-sæðis hafin

Útsending á SpermVital-sæði frá Nautastöð BÍ á Hesti hófst í þessari viku. Rétt er að taka fram að ekki eru allir frjótæknar komnir með SpermVital-sæði en þegar yfirstandandi áfyllingarlotu er lokið verður raunin sú. SpermVital er tækni sem að lengir líftíma sæðisins eftir sæðingu en þrátt fyrir það þurfa menn ekki að vænta neinna byltinga varðandi fanghlutfall. Notkun SpermVital á eingöngu rétt á sér við ákveðnar aðstæður og hér á síðunni er að finna upplýsingar um hvernig best er að haga notkun þess. Þessar upplýsingar verða jafnframt birtar í næstu nautaskrá sem er í prentun og kemur út fyrir jól.

Þau naut sem SpermVital dreifing er hafin úr eru: Skírnir 16018, Mími 16023, Dalur 16025 og Kári 16026.

Nánari upplýsingar:

SpermVital

/gj