Nautaskrá

Frétt

Dreifing hafin úr nautum fæddum 2006

Hafin er dreifing á sæði úr nautum fæddum 2006 en búið er að senda út fyrstu skammtana úr Leisti 06006. Leistur er frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, undan Fonti 98027 og Auðhumlu 310 Vitadóttur 99016. Leistur er annar kálfur Auðhumlu en hún hafði um síðustu áramót mjólkað í 2,2 ár 8.839 kg mjólkur að meðaltali með 3,84% fitu og 3,54% próteini. Það gerir 653 kg verðefna að jafnaði á ári.
Dreifing á fleiri nautum fæddum 2006 hefst væntanlega innan tíðar.