Nautaskrá

Frétt

Bætist við ungnaut í dreifingu úr 2014 árgangi

Enn koma ungnaut úr 2014 árgangnum til dreifingar en nú er búið að bæta við upplýsingum fjögur þeirra hér á vefinn. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr þessa dagana. Þetta eru Plútó 14074 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi  07046 og Urði 1229 Laskadóttur 00010, Slagur 14082 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Toppi 07046 og Steypu 465 Áradóttur 04043, Voði 14086 frá Ytri-Hofdölum í Skagafirði undan Húna 07041 og Skriðu 536 sonardóttur Stígs 97010 og Grundi 14088 frá Grund í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Sif 1497 Framherjadóttur 07022.

Rétt er að benda á að Plútó 14074 er sammæðra Úranusi 10081.

Að venju er að finna pdf-skjal með sambærilegum upplýsingum hér á vefnum sem hægt er að skoða og/eða prenta út. Prentuð útgáfa spjaldanna fer í dreifingu nú á allra næstu dögum.