Nautaskrá

Frétt

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039, Kári 16026 frá Káranesi í Kjós undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekk 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001, Jónki 16036 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Góa 08037 og Ingveldi 501 Flóadóttur 02029 og Númi 16038 frá Gaulverjabæ í Flóa undan Gusti 09003 og Hélu 284 Þollsdóttur 99008.

Nautsfeður næstu mánuði verða þeir Mikki 15043, Knöttur 16006, Bikar 16008, Jarfi 16016, Skírnir 16018 og Róður 16019.

Fagráð ákvað jafnframt að hækka mörk fyrir kýr á nautsmæðraskrá í 107 í heildareinkunn.

Sæði úr þessum nautum er nú þegar lagt af stað til dreifingar á nokkrum svæðum og er því tilbúið til notkunar víða þegar í dag. Á öðrum svæðum verður það tiltækt við næstu áfyllingu.

Ákveðið var að taka Hæl 14008, Hnykk 14029, Stála 14050 og Ábóta 15029 úr dreifingu ýmist vegna þess að þeir eru fullnotaðir eða notkun farin að minnka verulega.

Listi yfir reynd naut og kynbótamat þeirra hefur nú þegar verið uppfært hér á nautaskra.net.