Nautaskrá

Frétt

Átta naut úr 2015 árgangi tilbúin til dreifingar

Nú bíða átta ný ungnaut úr 201 árgangnum dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á síðuna. Um er að ræða ein allra síðustu nautin úr þessum árgangi og telur hann þá 32 naut sem er stærsti árgangur frá upphafi. Nautin sem koma til dreifingar á næstu vikum eru: Steinar 15042 frá Steinum í Stafholtstungum undan Bamba 08049 og Eik 242 Gæjadóttur 09047, Mikki 15043 frá Hóli í Svarfaðardal undan Sandi 07014 og Urði 343 Bambadóttur 08049, Hans 15046 frá Haga 1 í Skeiða- og Gnúpverjahr. undan Sandi 07014 og Helgu 247 Drengsdóttur 08004, Flóði 15047 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bamba 08049 og Dögg 562 sonardóttur Fonts 98027, Sjúss 15048 frá Daufá í Skagafirði undan Flekk 08029 og Rósalind 441 Glæðisdóttur 02001, Ljóni 15049 frá Steinnýjarstöðum á Skaga undan Bamba 08049 og Prúð 412 Ássdóttur 02048, Vari 15060 frá Espihóli í Eyjafirði undan Þætti 08021 og 859 Þytsdóttur 09078 og Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði undan Sandi 07014 og Silfru 553 Koladóttur 06003.

Ungnautspjöld með þessum nautum fara til dreifingar á allra næsu dögum en einnig er hægt að nálgast þau hér á síðunni til skoðunar og útprentunar kjósi menn svo.

/gj