Nautaskrá

Frétt

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li NO74033 sem er faðir Draums-ET 18402 sem kom til notkunar í fyrra. Upplýsingar um þessi naut eru komnar hérna á vefinn auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.

Vonir standa til að innan skamms verði einnig hægt að bjóða upp á sæði úr tveimur Angus-nautum til viðbótar, þeim Hauki-ET 19401 og Eiríki-ET 19403.

/gj