Nautaskrá

Frétt

Ný smásjá tekin í notkun á Nautastöðinni

Í síðustu viku kom sérfræðingur frá IMV í Frakklandi á Nautastöðina á Hesti og setti upp svokallað Casa-kerfi á stöðinni. Kerfið byggir á tölvustýrðri smásjá, Ceros II, sem metur gæði sæðis og hæfni þess til að frjógva egg. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta breytir í starfsemi stöðvarinnar en vonir standa til þess að með þessari tækni verði hægt að meta sæðisgæði með enn meiri nákvæmni en áður. Á meðfylgjandi mynd má sjá smásjána sem er hin fullkomnasta.