Nautaskrá

Annað

Vanhöld á kálfum v/burð (afkvæmi reyndra nauta í nautaskra vetur 2013)

Í  töflunni hér að neðan má sjá niðurstöður úr samantekt Baldurs Helga Benjamínssonar yfir vanhöld á kálfum undan þeim nautum sem eru í nautaskrá 2013. Til grundvallar liggja upplýsingar um 230 þúsund burði hjá kúm og kvígum á tímabilinu janúar 2004 til ágúst 2012. Vanhöldin eru skilgreind sem hlutfall fæddra kálfa með afdrif 4 (fædd-ust dauðir), 5 (fósturlát), 8 (drápust innan 30 daga) og 9 (drápust í fæðingu) í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Vanhöld kálfa um burð voru í heildina 14,0%, (hjá bæði kúm og kvígum) þar sem vanhöld á nautkálfum voru 15,3% en vanhöld á kvígukálfum voru 11,2%. Talsverður munur er annars vegar á vanhöldum kálfa hjá kvígum sem eru að bera fyrsta kálfi og hjá fullorðnum kúm hins vegar. Hjá kvígunum eru vanhöld að meðaltali 21,6% (23,8% nautkálfa og 17,8% kvígukálfa) meðan vanhöld hjá fullorðnum kúm eru 10,8% (11,8% nautkálfa og 8,5% kvígukálfa). Því ber að horfa til hlutfalls burða hjá kvígum þegar horft er á tölur fyrir einstök naut því mikil notkun nauts á fyrsta kálfs kvígur hækkar tölurnar vegna þess að vanhöldin eru jafnan meiri hjá kvígum en fullorðnum kúm.

 

Vanhöld
Naut  Númer  Fjöldi burða  % kvígur  Vanhöld á kálfum % 
Gyllir 03-007  1.806  11  11 
Hegri 03-014  758  11  14 
Tópas 03-027  1.155  15  15 
Salómon 04-009  735  16  14 
Stássi  04-024  931  15  12 
Ári  04-043  947  12  12 
Stöðull 05-001  532  15 
Hryggur  05-008  448  13  17 
Baugur  05-026  341  22  14 
Vindill  05-028  356  13  16 
Frami  05-034  337  18  22 
Röskur 05-039  330  13  15 
Birtingur  05-043  348  13  11 
Koli  06-003  343  23  14 
Baldi  06-010  314  19 
Logi  06-019  337  29  12 
Kambur 06-022  320  33  12 
Dynjandi  06-024  309  29  16 
Hjarði  06-029  320  18 
Víðkunnur  06-034  290  21  12 
Töfri  06-043  342  18  15