Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða / Annað / Val nauta
Annað

Val nauta

Val nauta í ræktunarstarfinu
Kröfur til nautsmæðra

 • Aðeins af búum sem samþykkt eru af Matvælastofnun (garna- og riðuveikibú lokuð)
 • Ekki hyrndar kýr
 • Kynbótaeinkunn (heildareinkunn) 107 eða hærra
 • Fituhlutfall 90 eða hærra
 • Að lágmarki 100 fyrir mjaltir
 • Vel byggðar og sterklegar
 • Lágmarkskröfur varðandi byggingu
 • Halda reglulegum burði
 • Heilsufar gott
 • Kvígur af úrvalsættum koma sterklega til greina
Skilgreint ræktunarmarkmið
Fagráðs í nautgriparækt
Kýr á nautsmæðraskrá
x
Nautsfeður

100-150 nautkálfar
boðnir Nautastöðinni
60-80 kálfar teknir árlega á Nautastöðina á Hesti þar sem þeir fara í sóttkví í 4 vikur. Að henni lokinni bíða þeir ákvörðunar um framhaldið Val á nautkálfum

 • Kollóttur og rétt skapaður
 • Eðlilegur vöxtur og þroski
 • Stórhníflóttum/hyrndum kálfum lógað
 • Skap
 • Viðbótarupplýsingar um móður kálfsins
 • Sæðisgæði og kynvilji
40-50 kálfar fara í sæðistöku. Einhver hluti þeirra gefur ekki nothæft sæði og falla því út.
900 sæðisskammtar sendir úr 20-30 ungnautum. Teknir alls 6.600 skammtar úr hverju nauti sem gefur nothæft sæði

Afkvæmaprófanir nautanna

 • Kynbótamat fyrir 18 afurðaeiginleika og frumutölu, 30 eiginleikar varðandi byggingu, mjaltir, skap og endingu
 • Afkvæmadómur byggir á 50-70 dætrum undan hverju nauti

Frá því að nautkálfur kemur í heiminn, þar til afkvæmadómur hans liggur fyrir líða 6-7 ár

5-12 naut valin til framhaldsnotkunar úr hverjum árgangi, þar af 2-6 sem nautsfeður