Nautaskrá

Annað

Nautgripasæðingar 2012-4

Sveinbjörn Eyjólfsson

Nautgripasæðingar 2012

Grein 4.

Í síðustu greininni um sæðingastarfsemina þetta árið skoðum við hvernig hélt við ákveðnum nautum á árinu 2012.

Við byrjum á óreyndum nautum og á mynd 1 má sjá að alls voru 28 óreynd naut notuð í 150 1. sæðingum eða fleiri á árinu 2012. Sambærileg tala fyrir árið 2011var 29 naut. Á myndinni kemur fram árangur þessara nauta. Meðalfanghlutfall þeirra er 71,1 %, sem telst gott, ekki síst í samanburði við árið 2011 þegar fanghlutfallið var metið 64,9% sem er það lélegasta sem þekkist. Breytinguna má rekja til nokkrurra atriða en breytt vinnubrögð í kjölfar ráðgjafar frá Noregi vega trúlega mest. Vonandi fáum við ekki aftur árangur eins og 2011.

Saedarangur_2012_reynd

Á mynd 2 má sjá að á á árinu 2012 voru notuð 20 reynd naut  (24  á árinu 2011) í 150 sæðingum eða fleiri.  Árangur þeirra sést á mynd hér fyrir neðan en hann er að meðaltali 66,5%.  Það er töluvert fall frá fyrra ári þar sem fanghlutfall var metið 68.8%.  Þar ræður töluverðu að nautin úr árgangi 2006 virðast nýtast frekar illa. Bæði Baldi 06010 frá Baldurheimi og Kambur 06022 frá Skollagróf, sem eru nautsfeður, eru metnir með slakt fanghlutfall. Sama niðurstaða var hjá þeim sem ungnautum og því kemur þetta ekki á óvart.

Saedarangur_2012_oreynd