Nautaskrá

Annað

Nautgripasæðingar 2012-2

Sveinbjörn Eyjólfsson

Nautgripasæðingar 2012

Grein 2

Áfram ætlum við að líta yfir sæðingastarfsemina undanfarin ár.

Mynd 1 sýnir metinn árangur sæðinga áranna 1997 til 2012. Metinn árangur þýðir að kýrin/kvígan kom ekki til endursæðingar innan 56 daga frá sæðingu. Þessi samanburður sýnir að metið fanghlutfall hefur heldur lækkað undanfarin ár og má hluta þess rekja til betri skráningar með tilkomu Huppu. Árið 2011 er ástæðan trúlega sú að þá fóru í umferð ungnaut með mjög lágt fanghlutfall. Erfitt var í venjulegri greiningu að sjá það fyrir og því fór sem fór.

Arangur_saedinga_1998-2012

Skemmtilegt er að brjóta þetta niður og tafla 1 sýnir árangur sæðinga eftir svæðum. Tekin eru þrjú ár sem eiga að vera fyllilega sambærileg. Þegar litið er yfir tölur hefur árangur á Vesturlandi heldur fallið á meðan hann hefur batnað í Eyjafirði og í Skagafirði og einnig á Suðurlandi. Gaman væri að geta skýrt þennan mun en væntanlega eru þarna margir samliggjandi þættir s.s heygæði, veðurfar, sæðisgæði og mannsins verk.

Saedingar_samaburdur_2010-12