Nautaskrá

Annað

Hvernig á að nota SpermVital-sæði?

Alla jafna er ástæðulaust að nota SpermVital-sæði við fyrstu sæðingu eða á kýr og kvígur sem beiða vel og sýnilega og sæddar eru á góðum tíma á gangmálinu. Notkun á SpermVital-sæðis á að takmarka við eftirfarandi:

  • Gripi sem sér illa á og erfitt er að tímasetja hvar á beiðslinu þeir eru við sæðingu.
  • Gripi sem eru þekktir vandamálagripir og gengur ævinlega erfiðlega að fá til að festa fang.
  • Gripi sem sjást beiða að morgni (eru á forbeiðsli) og frjótæknir kemur samdægurs til sæðinga á grip/um sem sá á daginn áður.
  • Gripi sem hafa verið samstilltir og er þá einungis sætt einu sinni með SpermVital-sæði, ekki tvísætt.

Mjög mikilvægt er að haga notkun á þessu sæði skynsamlega og ekki gera sér háleitar vonir um að frjósemin muni batna gríðarlega. Áfram þarf að sinnu beiðslisgreiningu og –eftirliti af vandvirkni, viðhafa skráningar og notkun gangmáladagatals. SpermVital getur hins hjálpað til, lækkað kostnað og aukið arðsemi búsins með betri frjósemi ef rétt og vel er að málum staðið. Þetta á einkum við ef SpermVital er notað markvisst á vandamálakýr og við samstillingar. Notkun SpermVital á gripi sem sér vel á og sæddir eru á „réttum“ tíma skilar engu umfram hefðbundið sæði.