Nautaskrá

Annað

Hvað er SpermVital?

Hugmyndin á bak við SpermVital er sú að lengja líftíma sæðisfrumanna eftir sæðingu. Í því skyni er sæðisfrumunum „pakkað“ í náttúrulegt efni (gel) fyrir djúpfrystingu þannig að hreyfing þeirra er takmörkuð eða nánast engin. Þetta hreyfingarleysi varðveitir orku og stýrir eða lengir losun sæðisfruma í leginu eftir sæðingu yfir tiltölulega langan tíma eða um tvo sólarhringa eftir sæðingu. Þetta minnkar mikilvægi tímasetningar sæðingar með tilliti til eggloss og eykur líkurnar á frjóvgun.

Ávinningur af notkun SpermVital liggur í:

  • Frystiaðferð sem lengir líftíma sæðis eftir sæðingu.
  • Tímasetning sæðingar er ekki eins vandasöm.
  • Fanghlutfall verður hærra hjá kúm sem eiga við frjósemisvandamál að etja.
  • Við samstillingu getur ein SpermVital-sæðing gefið svipað fanghlutfall og tvísæðing með hefðbundnu sæði.
  • Hægt er fækka tvísæðingum á hverju gangmáli.
  • Hefðbundin sæðingatæki og -tækni er notuð.

Fyrir bændur getur notkun SpermVital lækkað kostnað við sæðingar og bætt frjósemi, hvoru tveggja þættir sem leiða til aukinnar arðsemi. Stóri ávinningurinn liggur samt í því að koma kálfi í kýrnar á „réttum“ tíma. Sama má segja fyrir kynbótastarfið og sæðingastarfsemina í heild.