Nautaskrá

Annað

Hæð dætra reyndra nauta í nautaskrá vetur 2014

Yfirlit úr kúaskoðun yfir niðurstöður fyrir eiginleikann hæð sem mældur er á línulegum skala

Frá árinu 2008 hefur hæð kvígna verið metin eftir línulegum skala og er það mat nú fastur þáttur í kúaskoðun. Allt bendir til að ágætlega hafi tekist til við að koma þessu mati inn í kúaskoðunina, að dreifing gagnanna sé góð og að nokkuð hátt arfgengi sé á eiginleikanum. Enn hefur ekki verið farið þær breytingar að reikna kynbótamat fyrir eiginleikann hæð en hér er nú þriðja sinni birt samantekt yfir niðurstöður úr kúaskoðun fyrir þennan eiginleika. Það er einfaldlega gert með þeim hætti að sýnd eru meðaltöl dætrahópa þeirra reyndu nauta sem í dreifingu fyrir hæð á línulegum skala. Við lestur á þessum tölum er gott að hafa til viðmiðunar að línulegi skalinn er á bilinu 1-9 og kvíga sem er meðalháfætt fær einkunnina 5. Kvígur sem eru yfir meðallagi háfættar raðast á bilinu 6-9 þar sem 9 eru mjög háfættar kvígur. Þær kvígur sem eru lágfættari en meðalkvígan raðast á bilinu 1-4 þar sem 1 eru mjög lágfættar kvígur. Rétt er að hafa í huga að hér er eingöngu um meðaltöl fyrir þau naut sem eru í dreifingu að ræða og að meðaltal þessara dætrahópa er ekki nákvæmlega 5. Hins vegar fæst nokkuð góð mynd af þessum nautum með því að miða við meðaltal línulega skalans sem er 5.

Hæð kvígna

Naut Hæð Naut Hæð
Hryggur 05008 5,7 Dúllari 07024 5,2
Baldi 06010 5,6 Húni 07041 5,5
Logi 06019 5,4 Toppur 07046 5,5
Kambur 06022 5,4 Lögur 07047 5,7
Dynjandi 06024 5,6 Keipur 07054 5,6
Hjarði 06029 4,8 Blámi 07058 5,4
Víðkunnur 06034 5,3 Laufás 08003 5,9
Sandur 07014 5,4 Drengur 08004 5,7
Rjómi 07017 5,6 Blómi 08017 5,5