Nautaskrá

Annað

Hæð dætra reyndra nauta í nautaskrá vetur 2013

Yfirlit úr kúaskoðun yfir niðurstöður fyrir eiginleikann hæð sem mældur er á línulegum skala
Frá árinu 2008 hefur hæð kvígna verið metin eftir línulegum skala. Það mat er nú orðið fastur þáttur í kúaskoðuninni. Fyrstu athuganir á gögnunum benda til þess að ágætlega hafi tekist til við að koma þessu mati inn í kúaskoðunina, að dreifing gagnanna sé góð og að nokkuð hátt arfgengi sé á eiginleikanum. Ekki hefur verið farið í þær breytingar að reikna kynbótamat fyrir eiginleikann hæð en hér er nú í fyrsta skipti birt samantekt, yfir niðurstöður úr kúaskoðun, fyrir þennan eiginleika. Það er einfaldlega gert þannig að hér eru sýndar meðaltalstölur fyrir hæð á línulegum skala, fyrir þau naut sem í skránni eru. Þegar lesið er úr þessum tölum er gott að hafa eftirfarandi viðmið. Línulegi skalinn nær hér frá 1-9. Kvíga sem er meðalhá fær einkunnina 5. Séu kvígur yfir meðallagi háfættar raðast þær á skalann frá 6-9 eftir hæð (9 = mjög háfættar kvígur) og séu kvígur lágfættari en meðalkvígan þá raðast þær á skalann 1-4 (1= mjög lágfætt kvíga). Naut sem er að gefa kvígur sem eru í meðallagi háfættar er því með meðaltal um 5. Vert er að taka fram að þar sem hér eru ekki gefnar niðurstöður fyrir öll naut heldur aðeins þau sem eru í skránni og er meðaltal þessara nauta ekki nákvæmlega 5. Við skoðun þessara gagna er annars vegar hægt að bera tölur fyrir dætur einstakra nauta saman við meðalhæð á línulegum skala (=5) eða bera niðurstöðurnar fyrir nautin saman innbyrðis þar sem þessar tölur gefa nokkuð góða mynd af því hvernig nautin raðast þegar kemur að þessum eiginleika.

 

Naut Númer Hæð
 Gyllir  03-007  5,2
 Hegri  03-014  5,3
 Tópas  03-027  5,1
 Salómon  04-009  5,3
 Stássi  04-024  5,7
 Ári  04-043  5,7
 Stöðull  05-001  5,3
 Hryggur  05-008  5,6
 Baugur  05-026  5,2
 Vindill  05-028  5,2
 Frami  05-034  5,5
 Röskur  05-039  5,6
 Birtingur  05-043  6,0
 Koli  06-003  5,5
 Baldi  06-010  5,6
 Logi  06-019  5,4
 Kambur  06-022  5,3
 Dynjandi  06-024  5,7
 Hjarði  06-029  4,9
 Víðkunnur  06-034  5,3
 Töfri  06-043  5,5