Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ árið 2016

Nautastöðin keypti 64 nautkálfa sem fæddir voru árið 2016. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú eru afdrif þeirra ljós. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er einnig getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór í dreifingu eða ástæður þess að þeir voru felldir. Margar ástæður geta verið fyrir því að kálfum er fargað í uppeldi en algengast er að þeir stökkvi ekki eða sæðisgæði eru ófullnægjandi. Fáeinum kálfum er fargað þegar kynbótamat foreldra, annars eða beggja, lækkar og þá kynbótaspá gripsins í leiðinni. Þá er alltaf einhver hluti kálfa sem reynist hyrndur eða stórhníflóttur auk þess sem einhverjir þeirra þroskast mun lakar en aðrir. Með því að farga þeim kálfum sem sýna hægan eða slakan þroska er um nokkurt úrval fyrir vaxtarhraða eða –getu að ræða.

Nú er ljóst að sæði úr 31 þessara kálfa kom til dreifingar og er það endanlegur fjöldi úr þessum árgangi. Árgangurinn er þar með einn sá stærsti sem komið hefur til prófunar.

Dreifingu sæðis úr þessum nautum til afkvæmaprófunar er lokið en þau sem í dreifingu fóru eru undan 11 nautsfeðrum. Þetta er í samræmi við stefnu undanfarinna ára og þó árlegar kynbótaframfarir verði nokkru minni fyrir vikið, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni. Flesta syni sem komu til dreifingar úr árgangnum átti Gustur 09033 eða átta talsins og næst flesta átti Bambi 08049 eða sjö talsins.

Einstaklingsnr. og nafn Nautanr. Faðir Uppruni Afdrif
1564631-0809 Kaktus 16003 Bambi 08049 750212 Engihlíð, Vopnafirði Í dreifingu
1338531-1767 Dynur 16002 Dynjandi 06024 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1538451-0854 Knöttur 16006 Bolti 09021 660934 Búvellir, Aðaldal Í dreifingu
1651621-0372 Kiljan 16005 Flekkur 08029 860931 Stúfholt, Holtum Í dreifingu
1527861-0798 Álmur 16007 Klettur 08030 651260 Svertingsstaðir II, Eyjaf. Í dreifingu
1663301-0819 Varmi 16009 Bambi 08049 870713 Egilsstaðakot, Flóa Í dreifingu
1638991-1033 Bikar 16008 Bambi 08049 860320 Stóra-Hildisey 2, A-Landeyjum Í dreifingu
1520011-0407 Urðar Toppur 07046 650232 Urðir, Svarfaðardal Felldur, vanþroskuð eistu
1528351-0993 Glámur 16010 Toppur 07046 651251 Ytri-Tjarnir, Eyjafirði Í dreifingu
1462801-0802 Djákni Klettur 08030 570622 Flugumýrarhvammur, Skagafirði Felldur, lækkaði í mati
1525561-0608 Börkur Bambi 08049 651201 Akur, Eyjafirði Felldur, lítil sæðisgæði
1347661-0527 Glói 16014 Húni 07041 360449 Glitstaðir, Borgarfirði Felldur, lélegur í sæðistöku
1667281-1438 Tjaldur Bolti 09021 871065 Birtingaholt 4, Hrun. Felldur, slasaðist
1525981-0645 Blær Bambi 08049 651214 Garðsá, Eyjafirði Felldur, ónógur þroski
1337241-0473 Tóti Bambi 08049 350127 Vestri-Reynir, Hvalfjarðarsveit Felldur, ónógur þroski
1347241-1059 Jarfi 16016 Bambi 08049 360425 Helgavatn, Þverárhlíð Í dreifingu
1338531-1777 Búri 16017 Blámi 07058 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1526781-1057 Grímnir Klettur 08030 651225 Klauf, Eyjafirði Felldur, slasaðist
1668091-0524 Skírnir 16018 Gustur 09003 871076 Miðfell, Hrunamannahr. Í dreifingu
1524151-0633 Róður 16019 Keipur 07054 650720 Stóri-Dunhagi, Hörgárdal Í dreifingu
1458752-0444 Fjarki 16020 Flekkur 08029 560187 Tjörn, Skaga Felldur, stökk ekki
1528421-0347 Kaldi Gustur 09003 651150 Villingadalur, Eyjafirði Felldur, lækkaði í mati
1520011-0411 Svelgur Keipur 07054 650232 Urðir, Svarfaðardal Felldur, lækkaði í mati
1526781-1060 Gaddur 16022 Gustur 09003 651225 Klauf, Eyjafirði Í dreifingu
1662371-0499 Bragur Bambi 08049 870615 Hraungerði, Flóa Felldur, ónógur þroski/skapgallar
1377802-0077 Kjarri Gustur 09003 380184 Lyngbrekka, Fellsströnd Felldur, ónógur þroski
1532251-0809 Forseti Bambi 08049 660440 Dæli, Fnjóskadal Felldur, vanþroskuð eistu
1361391-0501 Bursti Bambi 08049 370127 Hjarðarfell, Snæfellsnesi Felldur, ónógur þroski/stórhníflóttur
1338531-1791 Mímir 16023 Keipur 07054 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1654681-0789 Dalur 16025 Bambi 08049 870117 Dalbær, Flóa Í dreifingu
1261381-0745 Kári 16026 Gustur 09003 260121 Káranes, Kjós. Í dreifingu
1338531-1794 Sóli Flekkur 08029 350513 Hvanneyri, Andakíl Felldur, ónógur þroski
1361731-0596 Prjónn 16027 Gustur 09003 370132 Stakkhamar, Snæf. Felldur, lélegur í sæðistöku/styggur
1575801-1410 Höttur 16028 Flekkur 08029 750562 Egilsstaðir, Völlum Í dreifingu
1528351-1003 Flosi Gustur 09003 651251 Ytri-Tjarnir, Eyjafirði Felldur, ónógur þroski
1528161-0925 Tappi 16029 Klettur 08030 651029 Torfur, Eyjafirði Felldur, lítill kynvilji
1336981-0545 Skór 16030 Bambi 08049 350125 Kjaransstaðir, Hvalfjarðarsveit Í dreifingu
1441011-0498 Manni Bolti 09021 550121 Bessastaðir, Heggstaðanesi Felldur, lækkaði í mati
1261381-0753 Fídel 16031 Bambi 08049 260121 Káranes, Kjós. Í dreifingu
1526761-0685 Stekkur 16034 Bolti 09021 651125 Kálfagerði, Eyjafirði Felldur, lítil sæðisgæði
1524151-0654 Jónki 16036 Blómi 08017 650720 Stóri-Dunhagi, Hörgárdal Í dreifingu
1528641-0854 Emír Keipur 07054 651154 Öxnafell, Eyjafirði Felldur, lækkaði í mati
1540481-0452 Glymur 16037 Dynjandi 06024 661122 Ytri-Tunga, Tjörnesi Í dreifingu
1664921-1172 Óbóti Gustur 09003 870840 Reykjahlíð, Skeiðum Felldur, lækkaði í mati
1529411-1933 Fókus Bambi 08049 660110 Svalbarð, Svalbarðsströnd Felldur, ónógur þroski
1654801-0574 Númi 16038 Gustur 09003 870115 Gaulverjabær, Flóa Í dreifingu
1463901-0970 Gaumur Ferill 09070 570720 Keldudalur, Hegranesi Felldur, ónógur þroski
1662061-0886 Barmur 16039 Keipur 07054 870422 Stóra-Sandvík, Flóa Í dreifingu
1630521-0722 Mór Gustur 09003 850733 Ketilsstaðir, Mýrdal Felldur, ónógur þroski/lækkaði í mati
1664911-0813 Spakur 16042 Gustur 09003 870803 Reykir, Skeiðum Í dreifingu
1463271-0531 Boggi 16043 Gustur 09003 570634 Minni-Akrar, Blönduhlíð Í dreifingu
1343861-0444 Postuli 16047 Gustur 09003 350806 Brekkukot, Reykholtsdal Felldur, lítill kynvilji
1645131-0885 Fóstri 16040 Bolti 09021 860702 Helluvað, Rangárvöllum Í dreifingu
1525771-1016 Gungnir Gustur 09003 651208 Bringa, Eyjafirði Felldur, ónógur þroski/lækkaði í mati
1464211-0875 Kópur 16049 Keipur 07054 570802 Syðri-Hofdalir, Skagafirði Í dreifingu
1525871-1039 Fláki 16051 Þytur 09078 651005 Espihóll, Eyjafirði Í dreifingu
1649661-0686 Hraunar 16060 Blómi 08017 860837 Austvaðsholt, Landsveit Felldur, lítil sæðisgæði
1534591-0698 Mosi 16054 Bolti 09021 660519 Stóru-Tjarnir, Ljósavatnsskarði Í dreifingu
1344111-0198 Þjósti Keipur 07054 350819 Hægindi, Reykholtsdal Felldur, skapstyggur
1665691-0718 Vestri 16065 Keipur 07054 870922 Hæll 1, Gnúpverjahr. Felldur, lítill sæðisgjafi
1525871-1043 Herkir 16069 Gustur 09003 651005 Espihóll, Eyjafirði Í dreifingu
1667461-0724 Repp Logi 06019 871006 Foss, Hrunamannahr. Felldur, ónógur þroski
1652701-0967 Gáski 16074 Gustur 09003 861014 Berustaðir, Ásahr. Í dreifingu
1682331-0352 Gamli Ferill 09070 871326 Brjánsstaðir, Grímsnesi Felldur, ónógur þroski/þreifst illa