Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ árið 2015

Nautastöðin keypti 57 nautkálfa sem fæddir voru árið 2015. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú eru afdrif þeirra ljós. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er einnig getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór í dreifingu eða ástæður þess að þeir voru felldir. Margar ástæður geta verið fyrir því að kálfum er fargað í uppeldi en algengast er að þeir stökkvi ekki eða sæðisgæði eru ófullnægjandi. Fáeinum kálfum er fargað þegar kynbótamat foreldra, annars eða beggja, lækkar og þá kynbótaspá gripsins í leiðinni. Þá er alltaf einhver hluti kálfa sem reynist hyrndur eða stórhnýflóttur auk þess sem einhverjir þeirra þroskast mun lakar en aðrir. Með því að farga þeim kálfum sem sýna hægan eða slakan þroska er um nokkurt úrval fyrir vaxtarhraða eða –getu að ræða.

Nú er ljóst að sæði úr 33 þessara kálfa er komið í dreifingu og er það endanlegur fjöldi úr þessum árgangi. Árgangurinn er þar með sá stærsti sem komið hefur til prófunar.

Dreifingu sæðis úr þessum nautum til afkvæmaprófunar er lokið en þau sem í dreifingu fóru eru undan 10 nautsfeðrum og er dreifing þeirra milli feðra nokkuð jöfn. Þetta er í samræmi við stefnu undanfarinna ára og þó árlegar kynbótaframfarir verði nokkru minni fyrir vikið, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.

Einstaklingsnúmer og nafn Nautanr. Faðir Uppruni Afdrif
1662031-0661 Smjörvi 15001 Lögur 07047 870402 Smjördalir, Flóa Í dreifingu
1662351-0776 Svangi Blámi 07058 870602 Hjálmholt, Flóa Felldur, ónógur þroski
1338531-1705 Hagi Sandur 07014 350513 Hvanneyri, Andakíl Felldur, lækkaði í mati
1600841-2123 Hamar Hjarði 06029 770190 Flatey, Hornafirði Felldur, ónógur þroski
1527681-0990 Hljómur 15002 Laufás 08003 651225 Klauf, Eyjafirði Felldur, lélegt sæði
1638101-1122 Freri 15003 Laufás 08003 860295 Stóra-Mörk, Eyjafjöllum Í dreifingu
1664871-0791 Vegur 15004 Toppur 07046 870801 Ósabakki, Skeiðum Felldur, annað eista vanþroskað
1668111-0368 Kætir 15004 Toppur 07046 871056 Núpstún, Hrun. Í dreifingu
1663501-0864 Hleri 15006 Húni 07041 870736 Hurðarbak, Flóa Í dreifingu
1340871-0169 Hnallur 15007 Húni 07041 350557 Mófellsstaðakot, Skorradal Felldur,gaf lítið sæði/lítill kynvilji
1338531-1713 Krónos 15008 Húni 07041 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1595131-0768 Greifi 15009 Laufás 08003 770116 Seljavellir, Hornafirði Í dreifingu
1526461-2333 Póker 15010 Húni 07041 651013 Hrafnagil, Eyjafirði Felldur, vangæfur í sæðistöku
1525561-0574 Bjarki 15011 Laufás 08003 651201 Akur, Eyjafirði Í dreifingu
1667161-1269 Köngull 15019 Toppur 07046 871080 Auðsholt, Hrun. Í dreifingu
1524461-0548 Risi 15014 Laufás 08003 650813 Syðri-Bægisá, Öxnadal Í dreifingu
1537711-0340 Dýri Húni 07041 660502 Ingjaldsstaðir, Þingeyjarsveit Felldur, lækkaði í mati
1661861-0605 Lúði 15017 Hjarði 06029 870413 Geirakot, Flóa Í dreifingu
1463901-0879 Golíat 15018 Laufás 08003 570720 Keldudalur, Hegranesi Í dreifingu
1526571-1408 Pamfíll Húni 07041 651016 Hvammur, Eyjafirði Felldur, lækkaði í mati
1458721-0556 Tindur Húni 07041 560153 Steinnýjarstaðir, Skaga Felldur, lækkaði í mati
1663301-0782 Ylur Húni 07041 870713 Egilsstaðakot, Flóa Felldur, skapgallar
1526761-0626 Dróni 15021 Dynjandi 06024 651125 Kálfagerði, Eyjafirði Felldur, sæðisgallar
1532211-0509 Stjarni Dynjandi 06024 660412 Böðvarsnes, Fnjóskadal Felldur, lækkaði í mati
1664921-1057 Jólnir 15022 Bambi 08049 870840 Reykjahlíð, Skeiðum Í dreifingu
1638991-0983 Hrókur 15023 Sandur 07014 860320 Stóra-Hildisey 2, A-Landeyjum Í dreifingu
1591201-0684 Núpur 15024 Klettur 08030 761412 Núpur, Berufirði Felldur, lítill kynvilji
1366501-0382 Búálfur 15026 Klettur 08030 370172 Naust, Eyrarsveit Í dreifingu
1638101-1156 Réttur Flekkur 08029 860295 Stóra-Mörk, Eyjafjöllum Felldur, annað eista vanþroskað
1256561-0613 Svampur 15027 Bambi 08049 260116 Bakki, Kjalarnesi Í dreifingu
1571521-0836 Hróar 15028 Flekkur 08029 750510 Hallfreðarstaðir 2, Hróarstungu Í dreifingu
1668721-0817 Ábóti 15029 Bambi 08049 871024 Skipholt 3, Hrunamannahr. Í dreifingu
1663731-0646 Grani 15030 Toppur 07046 870708 Syðri-Gróf, Flóa Í dreifingu
1580531-0762 Uni 15034 Flekkur 08029 750572 Breiðavað, Eiðaþinghá Í dreifingu
1524461-0561 Spaðaás 15037 Laufás 08003 650813 Syðri-Bægisá, Öxnadal Í dreifingu
1441011-0461 Dreki 15031 Sandur 07014 550121 Bessastaðir, Heggstaðanesi Í dreifingu
1366501-0387 Knörr 15038 Flekkur 08029 370172 Naust, Eyrarsveit Í dreifingu
1526521-1128 Óliver 15039 Flekkur 08029 651014 Hranastaðir, Eyjafirði Felldur,lítill sæðisgjafi
1653611-1615 Kofri Klettur 08030 861138 Bjóla, Rangárþingi ytra Felldur, vanþroskuð eistu
1654831-0816 Gnýr 15040 Sandur 07014 870128 Gerðar, Flóa Í dreifingu
1525001-0794 Þyrnir 15041 Klettur 08030 650920 Hlaðir, Hörgársveit Í dreifingu
1667341-0682 Dýri Bambi 08049 871014 Bryðjuholt, Hrunamannahr. Felldur, stökk ekki
1519361-0679 Mikki 15043 Sandur 07014 650231 Hóll, Svarfaðardal Í dreifingu
1447162-0471 Flóði 15047 Bambi 08049 560106 Hnjúkur, Vatnsdal Í dreifingu
1538681-0698 Tvistur 15044 Bambi 08049 660974 Hjarðarból, Aðaldal Felldur, lítil sæðisgæði
1349391-0272 Steinar 15042 Bambi 08049 360497 Steinar, Stafholtstungum Í dreifingu
1665501-0397 Hans 15046 Sandur 07014 870903 Hagi, Gnúpverjahr. Í dreifingu
1461591-0518 Sjúss 15048 Flekkur 08029 570508 Daufá, Skagafirði Í dreifingu
1458721-0586 Ljóni 15049 Bambi 08049 560153 Steinnýjarstaðir, Skaga Í dreifingu
1337241-0464 Magni 15050 Bambi 08049 350127 Vestri-Reynir, Hvalfjarðarsveit Felldur, latur í sæðistöku
1441441-0657 Rökkvi Bambi 08049 550122 Neðri-Torfustaðir, Miðfirði Felldur v/slyss
1525941-0959 Dímon Klettur 08030 651006 Finnastaðir, Eyjafirði Felldur, lítil sæðisgæði
1525871-1000 Vari 15060 Þáttur 08021 651005 Espihóll, Eyjafirði Í dreifingu
1663501-0895 Tankur 15067 Húni 07041 870736 Hurðarbak, Flóa Í dreifingu
1440541-0661 Tanni 15064 Sandur 07014 550104 Tannstaðabakki, Hrútafirði Í dreifingu
1347241-1083 Skolli Toppur 07046 360425 Helgavatn, Þverárhlíð Felldur, lækkaði í mati
1652701-0897 Geisli Toppur 07046 861014 Berustaðir, Ásahr. Felldur, lækkaði í mati