Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ árið 2014

Nautastöðin keypti 66 nautkálfa fædda 2014. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú eru afdrif þeirra orðin ljós. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir komu og hverjir voru feður þeirra. Þá er einnig getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór í dreifingu eða ástæður þess að þeir voru felldir. Margar ástæður geta verið fyrir því að kálfum er fargað í uppeldi en algengast er að þeir stökkvi ekki, sæðisgæði eru ófullnægjandi eða eistu þroskast ekki eðlilega. Fáeinum kálfum er fargað þegar kynbótamat foreldra, annars eða beggja, lækkar og þá kynbótaspá gripsins í leiðinni. Þá er alltaf einhver hluti kálfa sem reynist hyrndur eða stórhnýflóttur auk þess sem einhverjir þeirra þroskast mun lakar en aðrir. Með því að farga þeim kálfum sem sýna hægan eða slakan þroska er um nokkurt úrval fyrir vaxtarhraða eða –getu að ræða.

Nú er ljóst að sæði úr 29 þessara kálfa kom til dreifingar og er það endanlegur fjöldi úr þessum árgangi. Þessi naut sem dreifingu er lokið úr eru undan 14 nautsfeðrum. Þetta er í samræmi við stefnu undanfarinna ára og þó árlegar kynbótaframfarir verði nokkru minni fyrir vikið, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktunin verði einnig minni.

Einstaklingsnúmer og nafn Nautanr. Faðir Uppruni Afdrif
1524461-0514 Bóbó 14001 Baldi 06010 650813 Syðri-Bægisá, Öxnadal Felldur, ónógur þroski
1682331-0288 Brjánn 14002 Vindill 05028 871326 Brjánsstaðir, Grímsnesi Í dreifingu
1532251-0693 Andi 14003 Vindill 05028 660440 Dæli, Fnjóskadal Felldur, ónóg sæðisgæði
1662751-0581 Krókur Baldi 06010 870624 Stóru-Reykir, Flóa Felldur, hyrndur
1525871-0922 Negull 14004 Hjarði 06029 651005 Espihóll, Eyjafirði Felldur, ónóg sæðisgæði
1538451-0775 Fótur 14006 Víðkunnur 06034 660934 Búvellir, Aðaldal Í dreifingu
1337241-0412 Myrkvi 14007 Kambur 06022 350127 Vestri-Reynir, Hvalfjarðarsveit Í dreifingu
1665691-0620 Hæll 14008 Kambur 06022 870922 Hæll 1, Gnúpverjahr. Í dreifingu
1636721-0575 Ver 14009 Vindill 05028 860103 Ytri-Skógar, Eyjafjöllum Í dreifingu
1668311-0444 Trölli 14010 Víðkunnur 06034 871027 Sólheimar, Hrunamannahreppi Felldur, lækkaði í mati
1580531-0697 Skari 14011 Baugur 05026 750572 Breiðavað, Eiðaþinghá Í dreifingu
1523171-0971 Skrúður 14014 Hjarði 06029 650614 Hvammur, Galmaströnd Í dreifingu
1580911-0485 Teigur 14017 Vindill 05028 750569 Gilsárteigur, Hjaltastaðaþinghá Felldur, lítill kynvilji
1526151-0562 Brúskur Kambur 06022 651110 Grænahlíð, Eyjafirði Felldur, stökk ekki
1526571-1321 Prófíll 14018 Víðkunnur 06034 651016 Hvammur, Eyjafirði Í dreifingu
1527661-0450 Skáldi 14019 Kambur 06022 651141 Skáldsstaðir, Eyjafirði Felldur, ónóg sæðisgæði
1633351-0473 Kórall 14020 Hjarði 06029 850388 Fagurhlíð, Landbroti Í dreifingu
1534351-1056 Sæþór 14021 Baldi 06010 660561 Kvíaból, Köldukinn Í dreifingu
1524461-0523 Snerill Hjarði 06029 650813 Syðri-Bægisá, Öxnadal Felldur, vanþroskuð eistu
1519691-1024 Sökkull 14023 Víðkunnur 06034 650204 Sakka, Svarfaðardal Í dreifingu
1664921-0966 Borgar Lögur 07047 870840 Reykjahlíð, Skeiðum Felldur, misþroskuð eistu
1665501-0350 Alex 14024 Lögur 07047 870903 Hagi, Gnúpverjahr. Í dreifingu
1525001-0752 Hnykkur 14029 Lögur 07047 650920 Hlaðir, Hörgársveit Í dreifingu
1528421-0317 Kláus 14031 Hjarði 06029 651150 Villingadalur, Eyjafirði Í dreifingu
1667281-1239 Tangi Lögur 07047 871065 Birtingaholt 4, Hrunamannahr. Felldur, ónóg sæðisgæði
1519671-0728 Þorsti Víðkunnur 06034 650220 Melar, Svarfaðardal Felldur, lækkaði í mati
1636721-0584 Kristall 14034 Hjarði 06029 860103 Ytri-Skógar, Eyjafjöllum Felldur, stökk ekki
1668111-0358 Herðir Lögur 07047 871056 Núpstún, Hrunamannahr. Felldur, eistnagallar
1665981-0720 Bali Rjómi 07017 870920 Steinsholt, Skeiða- og Gnúp. Felldur, bólgnir fótaliðir
1564631-0721 Svarri 14037 Rjómi 07017 750212 Engihlíð, Vopnafirði Felldur, sæði þoldi ekki frystingu
1261381-0560 Kastró 14039 Vindill 05028 260121 Káranes, Kjós. Felldur, sæði þoldi ekki frystingu
1538451-0791 Bógatýr Lögur 07047 660934 Búvellir, Aðaldal Felldur, eineistungur
1359411-0510 Seiður 14040 Lögur 07047 360560 Leirulækjarsel, Borgarbyggð Í dreifingu
1361111-0557 Viður 14041 Lögur 07047 370119 Kolviðarnes, Snæfellsnesi Felldur, sæði þoldi ekki frystingu
1662751-0599 Fífill 14042 Lögur 07047 870624 Stóru-Reykir, Flóa Felldur, ónóg sæðisgæði
1338531-1664 Baggi 14043 Toppur 07046 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1461591-0487 Skagfjörð 14044 Húni 07041 570508 Daufá, Skagafirði Í dreifingu
1540061-0490 Rauðlax Húni 07041 661095 Laxamýri, Reykjahverfi Felldur, fótbrotnaði
1441011-0441 Armani 14046 Hjarði 06029 550121 Bessastaðir, Heggstaðanesi Felldur, ónóg sæðisgæði
1528421-0323 Massi 14047 Lögur 07047 651150 Villingadalur, Eyjafirði Felldur, sæði þoldi ekki frystingu
1665231-0727 Asi 14048 Toppur 07046 870942 Ásar, Skeiða- og Gnúpverjahr. Felldur, stökk ekki
1664651-1069 Stáli 14050 Lögur 07047 870817 Hlemmiskeið, Skeiðum Í dreifingu
1361731-0498 Hlynur 14054 Toppur 07046 370132 Stakkhamar, Snæfellsnesi Felldur, stökk ekki
1667281-1274 Kross 14057 Toppur 07046 871065 Birtingaholt 4, Hrunamannahr. Í dreifingu
1519691-1047 Unnar 14058 Húni 07041 650204 Sakka, Svarfaðardal Í dreifingu
1527861-0684 Landinn 14059 Sandur 07014 651260 Svertingsstaðir II, Eyjafirði Felldur, ör og styggur
1343741-0591 Óðinn Toppur 07046 350802 Ásgarður, Reykholtsdal Felldur, skapgallar
1645131-0788 Losti 14061 Húni 07041 870602 Helluvað, Rangárvöllum Í dreifingu
1662631-0861 Djákni Toppur 07046 870620 Litla-Ármót, Flóa Felldur, lækkaði í mati
1441011-0452 Haki Húni 07041 550121 Bessastaðir, Heggstaðanesi Felldur, lækkaði í mati
1528871-1239 Gauti Laufás 08003 660104 Gautsstaðir, Svalbarðsströnd Felldur, misþroskuð eistu
1535391-0283 Kúfur 14067 Sandur 07014 660768 Baldursheimur, Mývatnssveit Felldur, ónóg sæðisgæði
1667341-0636 Svanur 14068 Hjarði 06029 871014 Bryðjuholt, Hrunamannahr. Í dreifingu
1361731-0507 Spói Sandur 07014 370132 Stakkhamar, Snæfellsnesi Felldur, röng ættfærsla
1534591-0610 Trompás 14070 Dynjandi 06024 660519 Stóru-Tjarnir, Ljósavatnsskarði Í dreifingu
1525981-0620 Jóli Toppur 07046 651214 Garðsá, Eyjafirði Felldur, lækkaði í mati
1338531-1687 Plútó 14074 Toppur 07046 350513 Hvanneyri, Andakíl Í dreifingu
1458721-0542 Borði Lögur 07047 560153 Steinnýjarstaðir, Skaga Felldur, vanþroskuð eistu
1360661-0402 Ábati 14077 Laufás 08003 370102 Jörfi, Borgarbyggð Felldur, ónóg sæðisgæði
1519331-1036 Svarfi Laufás 08003 650210 Hofsá, Svarfaðardal Felldur, lækkaði í mati
1670941-0740 Nirfill 14079 Húni 07041 871103 Gýgjarhólskot, Biskupstungum Felldur, ónóg sæðisgæði
1524461-0539 Slagur 14082 Toppur 07046 650813 Syðri-Bægisá, Öxnadal Í dreifingu
1464111-0501 Voði 14086 Húni 07041 570804 Ytri-Hofdalir, Skagafirði Í dreifingu
1662281-0962 Vals 14087 Laufás 08003 870604 Brúnastaðir, Flóa Í dreifingu
1526091-1929 Grundi 14088 Toppur 07046 651009 Grund, Eyjafirði Í dreifingu
1667341-0645 Dáti 14099 Húni 07041 871014 Bryðjuholt, Hrunamannahr. Í dreifingu