Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ árið 2013

Nautastöðin keypti 67 nautkálfa sem fæddir voru árið 2013. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú eru afdrif þeirra að skýrast. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er einnig getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór í dreifingu eða ástæður þess að þeir voru felldir. Margar ástæður geta verið fyrir því að kálfum er fargað í uppeldi en algengast er að þeir stökkvi ekki eða sæðisgæði eru ófullnægjandi. Fáeinum kálfum er fargað þegar kynbótamat foreldra, annars eða beggja, lækkar og þá kynbótaspá gripsins í leiðinni. Þá er alltaf einhver hluti kálfa sem reynist hyrndur eða stórhnýflóttur auk þess sem einhverjir þeirra þroskast mun lakar en aðrir. Með því að farga þeim kálfum sem sýna hægan eða slakan þroska er um nokkurt úrval fyrir vaxtarhraða eða –getu að ræða.

Nú er ljóst að sæði úr 25 þessara kálfa er komið í dreifingu og er það endanlegur fjöldi úr þessum árgangi.

Þessi naut sem ýmist eru í dreifingu eða dreifingu er lokið úr eru undan 10 nautsfeðrum og er dreifing þeirra milli feðra nokkuð jöfn. Þetta er í samræmi við stefnu undanfarinna ára og þó árlegar kynbótaframfarir verði nokkru minni fyrir vikið, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.

Nafn og nautanr. Faðir Uppruni Afdrif
Tangó 13001 Birtingur 05043 870604 Brúnastaðir, Flóa Felldur, sæðisgæði ófullnægjandi
Dreki 13002 Birtingur 05043 651154 Öxnafell, Eyjafirði Felldur, byggingargallar
Klaki 13003 Koli 06003 660440 Dæli, Fnjóskadal Í dreifingu
Bjarmar 13004 Birtingur 05043 871065 Birtingaholt 4, Hrun. Felldur, stökk ekki
Heimur 13006 Tópas 03027 871027 Sólheimar, Hrun. Felldur, stökk ekki
Fífill 13007 Koli 06003 870736 Hurðarbak, Flóa Felldur, óeðlileg kynhegðun
Korgur 13008 Koli 06003 661122 Ytri-Tunga, Tjörnesi Í dreifingu
Kakali 13009 Birtingur 05043 750212 Engihlíð, Vopnafirði Í dreifingu
Hnútur 13010 Vindill 05028 870736 Hurðarbak, Flóa Felldur, sæðisgæði ófullnægjandi
Jörfi 13011 Birtingur 05043 370102 Jörfi, Borgarbyggð Í dreifingu
Passi 13014 Vindill 05028 651016 Hvammur, Eyjafirði Felldur, eistnagallar
Víkingur 13017 Birtingur 05043 370154 Syðri-Knarrartunga, Breiðuvík Í dreifingu
Feldur 13018 Vindill 05028 370145 Bláfeldur, Staðarsveit Felldur, stökk illa
Rökkvi 13019 Koli 06003 360560 Leirulækjarsel, Borgarbyggð Felldur, hyrndur
Flóki 13020 Ári 04043 870650 Stóra-Ármót, Flóa Í dreifingu
Mörður 13021 Birtingur 05043 360425 Helgavatn, Þverárhlíð Felldur, stökk ekki
Hálfmáni 13022 Vindill 05028 871326 Brjánsstaðir, Grímsnesi Í dreifingu
Tígri 13023 Koli 06003 350806 Brekkukot, Reykholtsdal Felldur, hyrndur/ónógur þroski
Drómi 13024 Birtingur 05043 570622 Flugumýrarhvammur, Skagafirði Felldur, sæði þolir ekki frystingu
Lúsífer 13026 Vindill 05028 651123 Hvassafell, Eyjafirði Felldur, ónógur þroski
Bárður 13027 Baldi 06010 651150 Villingadalur, Eyjafirði Í dreifingu
Gimsteinn 13028 Vindill 05028 660519 Stóru-Tjarnir, Ljósavatnsskarði Í dreifingu
Þúsari 13029 Birtingur 05043 660561 Kvíaból, Köldukinn Felldur, slasaðist
Gutti 13030 Vindill 05028 871116 Miklaholt, Biskupstungum Felldur, stökk illa/ónýtt sæði
Fáfnir 13031 Birtingur 05043 350167 Eystra-Súlunes, Melasveit Í dreifingu
Atgeir 13034 Vindill 05028 870412 Eyði-Sandvík, Flóa Felldur, féll í mati
Dökkvi 13037 Koli 06003 570322 Hóll, Sæmundarhlíð Felldur, hyrndur
Trompet 13038 Frami 05034 860530 Kirkjulækur, Fljótshlíð Felldur, skapgallar
Seðill 13039 Baldi 06010 650813 Syðri-Bægisá, Hörgárdal Felldur, sæði þolir ekki frystingu
Sprengur 13040 Kambur 06022 651260 Svertingsstaðir II, Eyjaf. Felldur, hyrndur/ónógur þroski
Bolli 13041 Koli 06003 651033 Ytra-Gil, Eyjafirði Í dreifingu
Gítar 13042 Baldi 06010 860729 Selalækur, Rangárvöllum Felldur, stökk ekki
Gestur 13043 Baldi 06010 871128 Bræðratunga, Biskupstungum Felldur, ónógur þroski
Kjáni 13044 Máni 03025 260121 Káranes, Kjós. Í dreifingu
Kokkur 13046 Kambur 06022 651147 Vatnsendi, Eyjafirði Í dreifingu
Kasper 13047 Kambur 06022 570656 Kúskerpi, Skagafirði Í dreifingu
Kuggur 13048 Koli 06003 860264 Núpur, Eyjafjöllum Felldur, léleg sæðisgæði
Júní 13049 Koli 06003 650618 Litli-Dunhagi, Eyjafirði Felldur, stökk ekki
Vaðall 13050 Frami 05034 660105 Hallland, Svalbarðsströnd Felldur, stökk ekki
Ýmir 13051 Baldi 06010 651225 Klauf, Eyjafirði Í dreifingu
Skári 13054 Kambur 06022 860947 Þverlækur, Holtum Felldur, lélegt sæði eftir frystingu
Steri 13057 Koli 06003 860295 Stóra-Mörk, Eyjafjöllum Í dreifingu
Konsert 13058 Kambur 06022 870713 Egilsstaðakot, Flóa Felldur, ónógur þroski/hnýflóttur
Losti 13059 Koli 06003 860947 Þverlækur, Holtum Felldur, hyrndur
Skógur 13060 Kambur 06022 650608 Fagriskógur, Galmaströnd Felldur, hyrndur/ónógur þroski
Vörður 13061 Baldi 06010 870117 Dalbær, Flóa Felldur, stökk ekki
Bessi 13062 Kambur 06022 550121 Bessastaðir, Heggstaðanesi Felldur, hyrndur
Strompur 13063 Baugur 05026 870624 Stóru-Reykir, Flóa Í dreifingu
Skorri 13064 Víðkunnur 06034 660519 Stóru-Tjarnir, Ljósavatnsskarði Felldur, stökk ekki
Gari 13066 Baldi 06010 550122 Neðri-Torfustaðir, Miðfirði Felldur, stökk ekki
Krani 13067 Víðkunnur 06034 870624 Stóru-Reykir, Flóa Í dreifingu
Sprækur 13068 Baldi 06010 770116 Seljavellir, Hornafirði Felldur, stökk ekki
Þórsari 13069 Kambur 06022 651029 Torfur, Eyjafirði Felldur, byggingargallar
Kanill 13070 Vindill 05028 651005 Espihóll, Eyjafirði Felldur, stökk ekki
Dugur 13071 Baldi 06010 560106 Hnjúkur, Vatnsdal Felldur, ónógur þroski
Fengur 13074 Víðkunnur 06034 651147 Vatnsendi, Eyjafirði Felldur, vinstra eista lítið
Eldjárn 13077 Baldi 06010 570624 Réttarholt, Skagafirði Drapst
Pá 13078 Hjarði 06029 380161 Skerðingsstaðir, Hvammssveit Í dreifingu
Mórall 13079 Víðkunnur 06034 870620 Litla-Ármót, Flóa Í dreifingu
Skoti 13080 Víðkunnur 06034 871014 Bryðjuholt, Hrunamannahr. Felldur, stökk ekki
Kaddi 13081 Birtingur 05043 871027 Sólheimar, Hrunamannahr. Felldur, léleg sæðisgæði
Straumur 13082 Víðkunnur 06034 660440 Dæli, Fnjóskadal Í dreifingu
Jöfur 13083 Hjarði 06029 770116 Seljavellir, Hornafirði Í dreifingu
Lurkur 13084 Kambur 06022 651029 Torfur, Eyjafirði Í dreifingu
Hnykill 13086 Kambur 06022 770164 Hali, Suðursveit Felldur, erfiður í sæðistöku
Dans 13087 Hjarði 06029 870604 Brúnastaðir, Flóa Í dreifingu
Aladín 13088 Baldi 06010 870803 Reykir, Skeiðum Í dreifingu