Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ 2012

Nautastöðin keypti 74 nautkálfa sem fæddir voru árið 2012. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú eru afdrif þeirra að skýrast. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er einnig getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór/fari í dreifingu eða ástæður þess að þeir voru felldir. Margar ástæður geta verið fyrir því að kálfum er fargað í uppeldi en algengast er að þeir stökkvi ekki eða sæðisgæði eru ófullnægjandi. Fáeinum kálfum er fargað þegar kynbótamat foreldra, annars eða beggja, lækkar og þá kynbótaspá gripsins í leiðinni.Þá er alltaf einhver hluti kálfa sem reynist hyrndur eða stórhnýflóttur auk þess sem einhverjir þeirra þroskast mun lakar en aðrir. Með því að farga þeim kálfum sem sýna hægan eða slakan þroska er um nokkurt úrval fyrir vaxtarhraða eða –getu að ræða.
Nú er ljóst að sæði úr a.m.k. 18 þessara kálfa er ýmist komið í eða fer í dreifingu. Óráðið er með 20 kálfa sem eru annað hvort stutt á veg komnir í sæðistöku, hafa ekki stokkið enn eða eru ekki komnir til sæðistöku. Það er þó alveg ljóst að verulegur hluti þessara 20 kálfa mun ekki koma til dreifingar þar sem miðað við þátttöku í sæðingum og fjölda sæðinga á landinu er ekki svigrúm til að prófa nema í mesta lagi 25 kálfa í hverjum árgangi. Fari fjöldi í árgangi verulega yfir þá seinkar það notkun og prófun á næsta árgangi og hægir þar með á kynbótaframförum.

Þau naut sem þegar er ljóst að fara í dreifingu eru undan 10 nautsfeðrum og er dreifing þeirra milli feðra nokkuð jöfn. Þetta er í samræmi við stefnu undanfarinna ára og þó árlegar kynbótaframfarir verði nokkru minni fyrir vikið, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.

Nafn Númer Faðir F.nr. Uppruni Afdrif
 Bakkus 12001 Ófeigur 02016 871080 Auðsholt, Hrun. Í dreifingu
 Vafi 12002 Flói 02029 871056 Núpstún, Hrun. Felldur, ónógur þroski
 Kátur 12003 Flói 02029 870604 Brúnastaðir, Flóa Felldur, slasaðist
 Tárus 12004 Tópas 03027 651125 Kálfagerði Í dreifingu
 Tari 12006 Ófeigur 02016 651260 Svertingsstaðir II, Eyjaf. Í dreifingu
 Pipar 12007 Gyllir 03007 651005 Espihóll, Eyjaf. Í dreifingu
 Peli 12008 Stássi 04024 870131 Hólshús, Flóa Í dreifingu
 Breki 12009 Stássi 04024 550122 Neðri-Torfustaðir Felldur, stökk ekki
 Turn 12010 Tópas 03027 871077 Dalbær, Hrun. Felldur, hyrndur
 Tobías 12011 Síríus 02032 370106 Hrauntún, Borgarbyggð Felldur, ónógur þroski
 Rafnar 12014 Gyllir 03007 651013 Hrafnagil, Eyjafirði Í dreifingu
 Ráði 12017 Stíll 04041 850736 Brekkur 3, Mýrdal Í dreifingu
 Eyr 12018 Ás 02048 370132 Stakkhamar, Snæf. Í dreifingu
 Stæll 12019 Ári 04043 750566 Fljótsbakki 1 Felldur, ónógur þroski
 Hnöttur 12020 Stíll 04041 460134 Breiðilækur Felldur, stökk ekki
 Penni 12021 Stíll 04041 660974 Hjarðarból, Aðaldal Í dreifingu
 Eitill 12022 Hegri 03014 870128 Gerðar, Flóa Í dreifingu
 Skrámur 12023 Stíll 04041 550104 Tannstaðabakki, Hrútafirði Í dreifingu
 Kraftur 12024 Ári 04043 660502 Ingjaldsstaðir Í dreifingu
 Arður 12026 Ás 02048 860452 Stífla, V-Landeyjum Felldur, stökk ekki
 Spennir 12027 Aðall 02039 861140 Bjóluhjáleiga Í dreifingu
 Bjór 12028 Ári 04043 360425 Helgavatn Í dreifingu
 Neró 12029 Stássi 04024 651147 Vatnsendi Í dreifingu
 Stefnir 12030 Stöðull 05001 660509 Öxará Felldur, ónógur þroski
 Tígulás 12031 Ás 02048 860530 Kirkjulækur Felldur, byggingargallar
 Feykir 12034 Hegri 03014 870128 Gerðar, Flóa Felldur, ónógur þroski
 Njörður 12037 Stíll 04041 350722 Skálpastaðir Felldur, slakur í sæðistöku
 Skelmir 12038 Hegri 03014 570622 Flugumýrarhvammur Felldur, stökk ekki
 Frakkur 12039 Ás 02048 480220 Minni-Hattardalur Felldur, stökk ekki
 Ninni 12040 Máni 03025 651260 Svertingsstaðir II, Eyjaf. Í dreifingu
 Brúsi 12041 Tópas 03027 660502 Ingjaldsstaðir Felldur, stökk ekki
 Apolló 12042 Ófeigur 02016 570720 Keldudalur Í dreifingu
 Steðji 12043 Stöðull 05001 871011 Skollagróf Felldur, ónógur þroski
 Hýsill 12044 Máni 03025 860947 Þverlækur Í dreifingu
 Flygill 12046 Hegri 03014 870604 Brúnastaðir, Flóa Felldur, slakur í sæðistöku
 Spói 12047 Aðall 02039 750573 Hjartarstaðir Felldur, ónógur þroski
 Atgeir 12048 Hegri 03014 860445 Hvítanes Felldur, ónógur þroski
 Togari 12049 Stássi 04024 871014 Bryðjuholt, Hrun. Felldur, hyrndur
 Varmi 12050 Stíll 04041 871065 Birtingaholt 4, Hrun. Felldur, ónógur þroski
 Milli 12051 Tópas 03027 870135 Vorsabær, Flóa Í dreifingu
 Röðull 12054 Ófeigur 02016 660426 Sólvangur Felldur, ónógur þroski
 Bratti 12057 Hegri 03014 651225 Klauf, Eyjafirði Felldur, sæði ónýtt eftir frystingu
 Íslandus 12058 Stöðull 05001 550121 Bessastaðir Felldur, ónógur þroski
 Spölur 12059 Stássi 04024 651013 Hrafnagil, Eyjafirði Felldur, slakur í sæðistöku
 Ópall 12060 Tópas 03027 660519 Stóru-Tjarnir Felldur, stökk ekki, skapillur
 Hades 12061 Ófeigur 02016 570720 Keldudalur, Hegranesi Felldur, stökk ekki
 Tugur 12062 Ófeigur 02016 650907 Dagverðareyri Felldur, ónógur þroski
 Garður 12063 Ás 02048 770188 Árbær, Hornafirði Felldur, féll í mati
 Kali 12064 Ófeigur 02016 550118 Staðarbakki 2 Felldur, slakur í sæðistöku
 Pósidon 12066 Gyllir 03007 570720 Keldudalur, Hegranesi Felldur, stökk ekki
 Paddi 12067 Stássi 04024 650812 Steinsstaðir II, Öxnadal Felldur, stökk ekki
 Úlfur 12068 Stöðull 05001 660602 Úlfsbær, Bárðardal Felldur, ónógur þroski
 Hrókur 12069 Ófeigur 02016 860837 Austvaðsholt, Landsveit Felldur, stökk ekki
 Kjarkur 12070 Koli 06003 651260 Svertingsstaðir II, Eyjaf. Felldur, hyrndur
 Loki 12071 Birtingur 05043 260116 Bakki, Kjalarnesi Í dreifingu
 Randver 12074 Ári 04043 860333 Hólmar, A-Landeyjum Felldur, ónógur þroski
 Styrkur 12077 Koli 06003 560106 Hnjúkur, Vatnsdal Felldur, stökk ekki
 Léttir 12078 Ás 02048 860410 Þúfa, V-Landeyjum Felldur, stökk ekki
 Blær 12079 Koli 06003 650228 Göngustaðir Felldur, hyrndur
 Kópur 12080 Koli 06003 870604 Brúnastaðir, Flóa Felldur, hyrndur
 Gandálfur 12081 Koli 06003 570720 Keldudalur, Hegranesi Í dreifingu
 Bjartur 12082 Birtingur 05043 651154 Öxnafell, Eyjafirði Felldur, stökk ekki
 Salur 12083 Koli 06003 770116 Seljavellir, Hornafirði Felldur, hyrndur
 Ræll 12084 Birtingur 05043 860129 Þorvaldseyri, Eyjafjöllum Felldur, ónógur þroski (slasaðist)
 Brellir 12086 Birtingur 05043 360449 Glitstaðir Felldur, ónógur þroski (veiktist)
 Hraði 12087 Koli 06003 870106 Fljótshólar, Flóa Felldur, slasaðist/ónothæft sæði
 Stirnir 12088 Koli 06003 870117 Dalbær, Flóa Felldur, gaf lítið og lélegt sæði
 Eldar 12089 Birtingur 05043 871065 Birtingaholt 4, Hrun. Í dreifingu
 Sjarmi 12090 Koli 06003 871058 Hrepphólar, Hrun. Í dreifingu
 Prúður 12091 Birtingur 05043 550122 Neðri-Torfustaðir Í dreifingu
 Hvellur 12094 Birtingur 05043 470328 Vaðlar, Önundarfirði Felldur, ónógur þroski
 Dúett 12097 Birtingur 05043 870713 Egilsstaðakot, Flóa Í dreifingu
 Burkni 12098 Birtingur 05043 550122 Neðri-Torfustaðir Felldur, sæði ónýtt eftir frystingu
 Polki 12099 Koli 06003 870604 Brúnastaðir, Flóa Í dreifingu