Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ 2011

Nautastöðin keypti 62 nautkálfa sem fæddir voru árið 2011. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi. Nú er það rétt að skýrast hver verða afdrif þeirra. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er í lokin getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór/fari í dreifingu eða hvers vegna þeir voru felldir. Ástæður þess að kálfum er fargað í uppeldi eru margvíslegar en þó eru allmargir felldir vegna þess að þeir stökkva ekki eða sæðisgæði eru ófullnægjandi. Einnig er þeim kálfum sem sýna hægan þroska fargað. Nú er ljóst að sæði úr 26 þessara kálfa fór í dreifingu. Þau naut sem sæði úr fer í dreifingu eru undan 9 nautsfeðrum og er dreifing á milli nautsfeðra nokkuð jöfn. Þetta hefur verið stefna undanfarinna ára og þó árlegar erfðaframfarir verði væntanlega nokkru lægri, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.

 

Nafn Númer  Faðir  Uppruni  Afdrif  Skýring 
Nafni 11001 Síríus 02032 Melur, Borgarbyggð Slátrað Latur/lélegt sæði
Kunningi 11002 Flói 02029 Ytri-Skógar, Eyjafjöllum Dreifing
Trantur 11003 Síríus 02032 Dalbær, Flóa Slátrað Tvísýnt skap
Súgandi 11004 Glæðir 02001 Botn, Súgandafirði Dreifing
Flótti 11006 Flói 02029 Ytri-Skógar, Eyjafjöllum Slátrað Stökk ekki/styggur
Gýmir 11007 Ás 02048 Berustaðir, Ásahreppi Dreifing
Hattur 11008 Ás 02048 Hundastapi, Borgarbyggð Dreifing
Dalur 11009 Síríus 02032 Keldudalur, Hegranesi Slátrað Meiddur á framfæti
Afli 11010 Glæðir 02001 Brúnastaðir, Flóa Dreifing
Stólpi 11011 Lykill 02003 Litla-Ármót, Flóa Dreifing
Áslákur 11014 Ás 02048 Ytri-Skógar, Eyafjöllum Slátrað Þroskaðist illa
Fáni 11017 Flói 02029 Dalbær, Hrunamannahr. Dreifing
Tenór 11018 Glæðir 02001 Gunnbjarnarholt, Gnúp. Slátrað Latur
Búmann 11019 Gyllir 03007 Búvellir, Aðaldal Slátrað Sæði ónýtt eftir frystingu
Hleiðar 11020 Ás 02048 Hleiðargarður, Eyjafirði Slátrað Mjög latur
Otur 11021 Ás 02048 Helgavatn, Þverárhlíð Dreifing
Vatnar 11022 Flói 02029 Vatnsendi, Eyjafirði Dreifing
Skalli 11023 Gyllir 03007 Steinnýjarstaðir, Skagabyggð Dreifing
Þæfingur 11024 Glæðir 02001 Hrafnagil, Eyjafirði Slátrað Ónógur þroski
Trosi 11026 Síríus 02032 Skálpastaðir, Lundarreykjadal Dreifing
Bogi 11027 Síríus 02032 Litli-Dunhagi, Hörgárdal Slátrað Féll í mati
Svíri 11028 Ás 02048 Þríhyrningur, Eyjafirði Slátrað Latur
Djass 11029 Síríus 02032 Hnjúkur, Vatnsdal Dreifing
Radíus 11030 Síríus 02032 Tunguháls 2, Skagafirði Slátrað Féll í mati
Stormur 11031 Flói 02029 Gerðar, Flóa Dreifing
Keli 11034 Gyllir 03007 Mikligarður, Saurbæ Slátrað Sæði ónýtt eftir frystingu
Arkar 11037 Síríus 02032 Hrafnagil, Eyjafirði Slátrað Sæði ónýtt eftir frystingu
Gormur 11038 Glæðir 02001 Hundastapi, Borgarbyggð Dreifing
Eldar 11039 Glæðir 02001 Birtingaholt I, Hrunamannahr. Slátrað Hyrndur
Robbi 11040 Gyllir 03007 Syðri-Bægisá, Öxnadal Slátrað Ónógur þroski
Vindur 11041 Ás 02048 Sólheimar, Sæmundarhlíð Dreifing
Svarri 11042 Tópas 03027 Egilsstaðir, Völlum Slátrað Lélegt sæði
Múli 11043 Ás 02048 Ysti-Hvammur, Aðaldal Slátrað Skapbráður
Sleikir 11044 Gyllir 03007 Stífla, V-Landeyjum Slátrað Stökk ekki
Dökkvi 11046 Flói 02029 Kotlaugar, Hrunamannahr. Slátrað Ónógur þroski
Kór 11047 Flói 02029 Brúnastaðir, Flóa Slátrað Hnýflóttur
Bjarmar 11048 Stássi 04024 Birtingaholt I, Hrunamannahr. Slátrað Hyrndur
Svarfdal 11049 Stíll 04041 Urðir, Svarfaðardal Slátrað Sæði ónýtt eftir frystingu
Laxi 11050 Síríus 02032 Laxamýri, Reykjahverfi Dreifing
Roði 11051 Ári 04043 Hrepphólar, Hrunamannahr. Dreifing
Skellur 11054 Ári 04043 Lágafell, A-Landeyjum Dreifing
Grámi 11057 Stíll 04041 Árbær, Hornafirði Slátrað Mjög lélegt sæði
Ottó 11058 Tópas 03027 Tjörn, Svarfaðardal Dreifing
Kóngur 11059 Gyllir 03007 Seljavellir, Hornafirði Dreifing
Teigur 11060 Ári 04043 Garður, Eyjafirði Slátrað Féll í mati
Öxndal 11061 Ófeigur 02016 Steinsstaðir II, Öxnadal Dreifing
Stöngull 11062 Flói 02029 Þorvaldseyri, Eyjafjöllum Slátrað Smár
Sær 11063 Stássi 04024 Naust, Eyrarsveit Dreifing
Diskur 11064 Ás 02048 Botn, Súgandafirði Slátrað Léleg sæðisgæði og latur
Öllari 11066 Ófeigur 02016 Ölkelda, Staðarsveit Dreifing
Kuti 11067 Ás 02048 Birtingaholt 4, Hrunamannahr. Slátrað Ónógur þroski
Tandri 11068 Ári 04043 Dalbær, Flóa Dreifing
Ritari 11069 Glæðir 02001 Breiðilækur, Barðaströnd Slátrað Æxli á sin
Bryti 11070 Gyllir 03007 Akurey, V-Landeyjum Dreifing
Frasi 11071 Gyllir 03007 Miðdalur, Kjós Slátrað Féll í mati
Sprettur 11074 Ófeigur 02016 Berghylur, Hrunamannahr. Slátrað Latur, lélegt sæði
Pallur 11077 Glæðir 02001 Vaðlar, Önundarfirði Slátrað Lítill kynvilji
Túrban 11078 Gyllir 03007 Ósabakki, Skeiðum Slátrað Stökk ekki
Kjarni 11079 Ófeigur 02016 Seljatunga, Flóa Dreifing
Hamar 11080 Gyllir 03007 Klauf, Eyjafirði Slátrað Féll í mati
Möndull 11081 Ás 02048 Egilsstaðakot, Flóa Slátrað Féll í mati
Kanill 11082 Tópas 03027 Litla-Ármót, Flóa Slátrað Bróðir hans kominn í dreifingu