Nautastöðin keypti 76 nautkálfa sem fæddir voru árið 2010. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi, eða rúmlega 50% þeirra. Nú er það rétt að skýrast hver verða afdrif kálfanna. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er í lokin getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort sæði úr þeim fór/fari í dreifingu eða hvers vegna þeir voru felldir. Ástæður þess að kálfum er fargað í uppeldi eru margvíslegar en þó eru allmargir felldir vegna þess að þeir stökkva ekki og einnig vegna þess að þeir þrífast ekki og ná því ekki eðlilegum þroska. Nú standa vonir til að 28 þeirra fari í prófun hjá bændum og er það mjög góður fjöldi og verður þessi árgangur með þeim stærstu sem hafa farið í afkvæmarannsókn. Þau naut, sem sæði úr fer í dreifingu, eru undan 11 nautsfeðrum og enginn einn nautsfaðir á marga syni í þeim hópi. Þetta hefur verið stefna undanfarinna ára og þó árlegar erfðaframfarir verði væntanlega nokkru lægri, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.
Nafn | Nnr. | Faðir | F. nr. | Uppruni | Afdrif |
Sirkus | 10001 | Síríus | 02032 | Eyði-Sandvík Flóa | Dreifing |
Skemill | 10002 | Flói | 02029 | Hurðarbaki Flóahreppi | Þreifst ekki |
Spaði | 10003 | Skurður | 02012 | Gýgjarhólskoti Biskupstungum | Dreifing |
Strandi | 10004 | Skurður | 02012 | Hala Suðursveit | Stökk ekki |
Rumur | 10006 | Skurður | 02012 | Akri Eyjafjarðarsveit | Dreifing |
Runni | 10007 | Síríus | 02032 | Ytri-Tjörnum Eyjafjarðarsveit | Dreifing |
Þvali | 10008 | Flói | 02029 | Þverlæk Holtum | Dreifing |
Tappi | 10009 | Kappi | 01031 | Káranesi Kjósarhreppi | Óvíst m. ætt. |
Frosti | 10010 | Kappi | 01031 | Mýrum Fljótsdalshéraði | Dreifing |
Strákur | 10011 | Pontíus | 02028 | Naustum Eyrarsveit | Dreifing |
Hugi | 10014 | Skurður | 02012 | Hæli II Skeiða- og Gnúpv.hr. | Misþroski |
Magni | 10017 | Glæðir | 02001 | Þrándarholti Skeiða- og Gnúpv.hr. | Stökk ekki |
Muni | 10018 | Skurður | 02012 | Birtingaholti 1 Hrunamannahreppi | Dreifing |
Prins | 10019 | Flói | 02029 | Berustöðum Ásahreppi | Dreifing |
Auður | 10020 | Pontíus | 02028 | Stóru-Tjörnum Þingeyjarsveit | Stökk ekki |
Vandi | 10021 | Aðall | 02039 | Syðri-Bægisá Hörgárbyggð | Hyrndur |
Bikar | 10022 | Skurður | 02012 | Hvanneyri Borgarbyggð | Hyrndur |
Ostur | 10023 | Lykill | 02003 | Hraunhálsi Helgafellssveit | Dreifing |
Gljúfrabúi | 10024 | Lykill | 02003 | Bakka Öxnadal | Stökk ekki |
Kyndill | 10026 | Síríus | 02032 | Stakkhamri Snæfellsnesi | Slök kynbótaspá |
Eskill | 10027 | Glæðir | 02001 | Ytri-Tjörnum Eyjafjarðarsveit | Dreifing |
Köngull | 10028 | Síríus | 02032 | Göngustöðum Svarfaðardal | Þreifst ekki |
Mökkur | 10029 | Kappi | 01031 | Höskuldsstöðum Skagabyggð | Stökk ekki |
Drísill | 10030 | Glæðir | 02001 | Kirkjulæk 2 Fljótshlíð | Hyrndur |
Drangi | 10031 | Glæðir | 02001 | Bakka Öxnadal | Dreifing |
Djákni | 10034 | Síríus | 02032 | Kirkjulæk 2 Fljótshlíð | Slök kynbótaspá |
Garpur | 10037 | Aðall | 02039 | Fjalli Skeiða- og Gnúpv.hr. | Hyrndur |
Svipur | 10038 | Aðall | 02039 | Hrafnagili Eyjafjarðarsveit | Dreifing |
Ársæll | 10039 | Kappi | 01031 | Halllandi Svalbarðsströnd | Þreifst ekki |
Fossdal | 10040 | Glæðir | 02001 | Merkigili Eyjafjarðarsveit | Dreifing |
Skari | 10041 | Flói | 02029 | Syðri-Gróf Flóahreppi | Stökk ekki |
Felix | 10042 | Aðall | 02039 | Kolsholtshelli Flóahreppi | Slök kynbótaspá |
Kjósi | 10043 | Glæðir | 02001 | Káranesi Kjósarhreppi | Hyrndur |
Glaumur | 10044 | Skurður | 02012 | Glaumbæ II Skagafirði | Hyrndur |
Ísar | 10046 | Lykill | 02003 | Kotlaugum Hrunamannahreppi | Þreifst ekki |
Svali | 10047 | Glæðir | 02001 | Hrepphólum Hrunamannahreppi | Styggur |
Skreppur | 10048 | Aðall | 02039 | Fossi Hrunamannahreppi | St. hnýflóttur |
Turn | 10049 | Glæðir | 02001 | Brúnastöðum Flóahreppi | Hyrndur |
Kraftur | 10050 | Aðall | 02039 | Seljavöllum Hornafirði | Lélegt sæði |
Belgingur | 10051 | Flói | 02029 | Hríshóli Eyjafjarðarsveit | Þreifst ekki |
Mói | 10054 | Aðall | 02039 | Bryðjuholti Hrunamannahreppi | Dreifing |
Grámann | 10057 | Kappi | 01031 | Fjalli Skeiða- og Gnúpv. hr. | Slök kynbótaspá |
Stofn | 10058 | Glæðir | 02001 | Núpstúni Hrunamannahreppi | Lélegt sæði |
Forseti | 10059 | Pontíus | 02028 | Bessastöðum Húnaþingi vestra | Lélegt sæði |
Vinkill | 10060 | Gyllir | 03007 | Kotlaugum Hrunamannahreppi | Þreifst ekki |
Kústur | 10061 | Gyllir | 03007 | Birtingaholti IV Hrunamannahreppi | Dreifing |
Ómur | 10062 | Síríus | 02032 | Ytri-Skógum Rangárþingi eystra | Dreifing |
Búri | 10063 | Aðall | 02039 | Engihlíð Vopnafirði | Byggingargallar |
Freyðir | 10064 | Glæðir | 02001 | Selalæk Rangárþingi ytra | Þreifst ekki |
Höttur | 10065 | Flói | 02029 | Gíslastöðum Fljótsdalshéraði | Eineistungur |
Bakkus | 10066 | Glæðir | 02001 | Bakka Húnaþingi vestra | Stökk ekki |
Lúður | 10067 | Gyllir | 03007 | Brúnastöðum Flóahreppi | Dreifing |
Fjarki | 10068 | Glæðir | 02001 | Móeiðarhvoli Rangárþingi eystra | Ekki í dreifingu |
Sólon | 10069 | Ás | 02048 | Bessastöðum Húnaþingi vestra | Dreifing |
Refur | 10070 | Síríus | 02032 | Syðra-Hóli Húnavatnshreppi | Byggingargallar |
Sekkur | 10071 | Síríus | 02032 | Syðri-Bægisá Hörgárbyggð | Slasaðist |
Dregill | 10072 | Síríus | 03032 | Stóru-Mörk III Rangárþingi eystra | Þreifst ekki |
Erpur | 10074 | Gyllir | 03007 | Ferjunesi Flóahreppi | Byggingargallar |
Dropi | 10077 | Glæðir | 02001 | Fossi Hrunamannahreppi | Dreifing |
Himinn | 10078 | Ófeigur | 02016 | Birtingaholti I Hrunamannahreppi | Dreifing |
Neptúnus | 10079 | Flói | 02029 | Hvanneyri Borgarbyggð | Dreifing |
Kveikur | 10080 | Ás | 02048 | Stakkhamri Eyja- og Miklaholtshr. | Þreifst ekki |
Úranus | 10081 | Síríus | 02032 | Hvanneyri Borgarbyggð | Dreifing |
Bolli | 10082 | Glæðir | 02001 | Móeiðarhvoli Rangárþingi eystra | Slök kynbótaspá |
Kórall | 10083 | Glæðir | 02001 | Litla-Ármóti Flóahreppi | Þreifst ekki |
Sveppi | 10084 | Síríus | 02032 | Laxárholti Borgarbyggð | Slasaðist |
Bætir | 10086 | Síríus | 02032 | Núpstúni Hrunamannahreppi | Dreifing |
Safír | 10087 | Tópas | 03027 | Fit Rangárþingi eystra | Styggur/hræddur |
Pílatus | 10088 | Lykill | 02003 | Stóra-Ármóti Flóahreppi | Slök kynbótaspá |
Úlli | 10089 | Ófeigur | 02016 | Dæli Fnjóskadal | Dreifing |
Skjár | 10090 | Ófeigur | 02016 | Akurey Rangárþingi eystra | Dreifing |
Höfðingi | 10091 | Gyllir | 03007 | Haga 1 Skeiða- og Gnúpv.hr. | Stökk ekki |
Kistill | 10094 | Flói | 02029 | Egilsstaðakoti Flóahreppi | Dreifing |
Mörsugur | 10097 | Skurður | 02012 | Geirakoti Flóahreppi | Dreifing |
Snepill | 10098 | Síríus | 02032 | Syðri-Bægisá Hörgárbyggð | St. hnýflóttur |
Ósi | 10099 | Flói | 02029 | Ósabakka Skeiða- og Gnúpv.hr. | Slök kynbótaspá |