Nautaskrá

Annað

Afdrif nauta sem keypt voru á Nautastöð BÍ 2009

Nautastöðin keypti 69 nautkálfa sem fæddir voru árið 2009. Nautkálfarnir komu af öllum landssvæðum en flestir þó af Suðurlandi eða um 45% þeirra. Nú er það rétt að skýrast hver verða afdrif þeirra. Í meðfylgjandi yfirliti má sjá hvaða kálfar voru keyptir, hvaðan þeir voru keyptir og hverjir voru feður þeirra. Þá er í lokin getið um hver urðu afdrif þeirra, hvort þeir fóru/fari í dreifingu eða hvers vegna þeir voru felldir. Af yfirlitinu sést að flestir þeirra sem voru felldir, féllu vegna þess að þeir stukku ekki. Það hefur verið ákveðið vandamál og unnið er að lausn á því. Uppeldisstíurnar eru gerðar fyrir 16 kálfa hver og aðeins hefur borið á því að kálfar verði undir í „baráttunni um brauðið“ og ná því ekki að þroskast „eðlilega“. Ef til vill er það einnig ástæðan fyrir því að kálfarnir þrífast ekki. Nú standa vonir til að 28 þeirra fari í prófun hjá bændum og er það mjög góður fjöldi og verður þessi árgangur með þeim stærstu sem hafa farið í afkvæmarannsókn. Þau naut sem fara í dreifingu eru undan allmörgum nautsfeðrum og enginn einn nautsfaðir á marga syni í þeim hópi sem nú fer til dreifingar. Þetta hefur verið stefna undanfarinna ára og þó árlegar erfðaframfarir verði væntanlega nokkru lægri, þá er gert ráð fyrir að skyldleikaræktaraukningin verði einnig minni.

 

Nafn Nnr. Faðir f. nr. Uppruni Svæði Afdrif
Jökull 09001 Hersir 97033 Árbær Hornafirði Dreifing
Kraki 09002 Spotti 01028 Egilsstaðakot Flóahreppi Dreifing
Gustur 09003 Laski 00010 Hóll Sæmundarhlíð Dreifing
Silfri 09004 Snotri 01027 Laufás Fljótsdalshéraði Dreifing
Hruni 09006 Alfons 02008 Sólheimar Hrunamannahreppi Stökk ekki
Steypir 09007 Skurður 02012 S. -Bægisá Hörgárdal Stökk ekki
Rótari 09008 Skurður 02012 S. -Bægisá Hörgárdal Stökk ekki
Merkúr 09009 Skurður 02012 St. -Mörk Rangárþingi eystra Dreifing
Kúskur Skurður 02012 Kúskerpi Akrahreppi Lítill þroski
Kátur 09010 Skurður 02012 Fjall Skeiðum Stökk ekki
Vílir 09011 Alfons 02008 Bjarg Hrunamannahreppi Þreifst ekki
Ra 09014 Snotri 01027 Stakkhamar Eyja- og Miklaholtshr. Felldur eftir slys
Stubbur 09017 Gosi 00032 Birtingaholt I Hrunamannahreppi Dreifing
Stólpi 09018 Skurður 02012 Skálpastaðir Borgarbyggð Lítill þroski
Strimill 09019 Alfons 02008 Dalbær I Hrunamannahreppi Hyrndur/felldur
Tínus 09020 Skurður 02012 Brakandi Hörgárbyggð Stökk ekki
Bolti 09021 Spotti 01028 Birtingaholt IV Hrunamannahreppi Dreifing
Búðingur 09022 Spotti 01028 Búðarhóll Rangárþingi eystra Stökk ekki
Kíll 09023 Lykill 02003 Akbraut Holtum Stökk ekki
Jurti 09024 Skurður 02012 Melur Borgarbyggð Hyrndur/felldur
Grímur 09026 Skurður 02012 Stakkhamar Eyja- og Miklaholtshr. Stökk ekki
Strumpur 09027 Lykill 02003 Reykjahlíð Skeiðum Stökk ekki
Síll 09028 Skurður 02012 Akbraut Holtum Dreifing
Háls 09029 Spotti 01028 Hraunháls Helgafellssveit Dreifing
Polli 09030 Spotti 01028 Syðri-Gróf Flóahreppi Stökk ekki
Kjarri 09031 Skurður 02012 Kjaransstaðir Hvalfjarðarsveit Stökk ekki
Rauðgrani 09034 Skurður 02012 Gilsárteigur Fljótsdalshéraði Dreifing
Brestur 09037 Lykill 02003 Stóri-Dalur Rangárþingi eystra Stökk ekki
Rafall 09038 Alfons 02008 Hóll í firði Ísafjarðarbæ Snúnir fætur
Jarl 09039 Kappi 01031 Öxará Þingeyjarsveit Dreifing
Hvellur 09040 Lykill 02003 Brúnastaðir Flóahreppi Stökk ekki
Jónsi 09041 Spotti 01028 Melur Borgarbyggð Dreifing
Foss 09042 Lykill 02003 Foss Hrunamannahreppi Dreifing
Marri 09043 Spotti 01028 Hallland Svalbarðsströnd Þroskaðist illa
Hrímnir 09044 Alfons 02008 Gaulverjabær Flóahreppi Þroskaðist illa
Bakki 09046 Lykill 02003 Bakki Kjalarnesi Stökk ekki
Gæi 09047 Lykill 02003 Svertingsstaðir II Eyjafjarðarsveit Dreifing
Stuldur 09048 Skurður 02012 Hólmar Rangárþingi eystra Dreifing
Spegill 09050 Skurður 02012 Baldursheimur Mývatnssveit Mjög sn. fætur
Rósant 09051 Spotti 01028 S.-Bægisá Hörgárbyggð Dreifing
Þjassi 09054 Alfons 02008 Engihlíð Vopnafirði Hyrndur/felldur
Stimpill 09057 Lykill 02003 S.-Bægisá Hörgárbyggð Stökk ekki
Rómur 09058 Skurður 02012 Hóll Sæmundarhlíð Dreifing
? Alfons 02008 Selalækur Rangárþingi ytra Kviðslitinn
Korkur 09059 Kappi 01031 Heiði Bláskógabyggð Stökk ekki
Nausti 09060 Kappi 01031 Naust Grundarfirði Stökk ekki
Ljóri 09061 Skurður 02012 Birtingaholt 4 Hrunamannahreppi Þroskaðist illa
Fantur 09062 Skurður 02012 Birtingaholt 4 Hrunamannahreppi Þroskaðist illa
Freyr 09063 Kappi 01031 Melur Borgarbyggð Dreifing
Glymur 09064 Skurður 02012 Birtingaholt 4 Hrunamannahreppi Þreifst ekki
Tungli 09066 Lykill 02003 St.-Mörk Rangárþingi eystra Dreifing
Skagi 09067 Skurður 02012 Steinnýjarstaðir Skagabyggð Stökk ekki
Þræll 09068 Þrasi 98052 Svertingsstaðir II Eyjafjarðarsveit Dreifing
Þulur 09069 Glæðir 02001 Svertingsstaðir II Eyjafjarðarsveit Dreifing
Ferill 09070 Lykill 02003 Botn Súgandafirði Dreifing
Snær 09071 Lykill 02003 Hvammur Hvítársíðu Stökk ekki
Bryti 09074 Skurður 02012 Vorsabær I Rangárþingi eystra Dreifing
Vegur 09077 Lykill 02003 Skálpastaðir Borgarbyggð Stökk ekki
Þytur 09078 Glæðir 02001 Eystra-Hraun Rangárþingi eystra Dreifing
Askur 09079 Lykill 02003 Hraunháls Helgafellssveit Dreifing
Strengur 09080 Flói 02029 Hríshóll Eyjafjarðarsveit Dreifing
Dráttur 09081 Flói 02029 Torfur Eyjafjarðarsveit Dreifing
Hamar 09082 Flói 02029 Skálpastaðir Borgarbyggð Þroskaðist illa
Skírnir 09083 Alfons 02008 Kotlaugar Hrunamannahreppi Þreifst ekki
Slakki 09084 Skurður 02012 St.-Mörk Rangárþingi eystra Stökk ekki
Garður 09086 Flói 02029 Ásgarður Borgarbyggð Stökk ekki
Hlífar 09087 Alfons 02008 Dalbær Flóahreppi Stökk ekki
Brúnó 09088 Flói 02029 Brúnastaðir Flóahreppi Dreifing
Einir 09089 Náttfari 00035 Laufás Fljótsdalshéraði Stökk ekki